Staða og þróun námsmats við Grunnskólann í Borgarnesi með áherslu á frammistöðumat Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi.

Slides:



Advertisements
Similar presentations
Hver er staðan? Hvað næst?. Tímarammi Fyrsti áfangi verkefnisins hófst vorið 2007 með kynningu á verkefninu og umræðum. Í öðrum áfanga ( ) var.
Advertisements

Hugræn atferlismeðferð með börnum og unglingum
Áhrif námsefnis á kennsluhætti Námsgagnastofnun IS /
Ágúst Ólason 4. september 2009 NÁMSMAT – Í ÞÁGU HVERS?
Fundur hjá Félagi íslenskra framhaldsskóla 4. apríl 2011 Framhaldsskólinn og framtíðin Hugleiðingar um endursköpun framhaldsskólans Jón Torfi Jónasson.
Hvað er læsi?. Það að kunna að lesa læsi sem táknumsýslan  læsi sem merkingarsköpun.
Námsmat – Í þágu hvers? Kynning á niðurstöðum þriggja ára þróunarverkefnis (2006–2009) um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla Kynningar.
Áhugasamir nemendur – Árangursríkt skólastarf Þróunarverkefni í Heiðarskóla 2010.
Starfshættir í grunnskólum Vettvangsathuganir (í kennslustundum) og viðtöl málstofa doktorsskóla MVS föstudaginn 30. apríl.
Að meta það sem við viljum að nemendur læri! Lykilþættir í vönduðu námsmati Erna Ingibjörg Pálsdóttir.
Ágúst Ólason.  Fæddur 1962  Ólst upp i stórri fjölskyldu alþýðufólks  Leið (afar) illa í grunn- og framhaldsskóla  Hætti námi 19 ára  Kvæntur kennara.
KENNARINN ER NEMANDINN HEIMSPEKILEG SAMRÆÐA MEÐ BÖRNUM OG UNGLINGUM Ársþing samtaka áhugafólks um skólaþróun, 6. Nóvember 2010 Brynhildur Sigurðardóttir.
Samþætting námsgreina Rætt við kennara í MA 18. febrúar Ingvar Sigurgeirsson Kennaradeild, Mvs, Háskóla Íslands.
Áhugasamir nemendur – Árangursríkt skólastarf Þróunarverkefni í Heiðarskóla 2010.
Að vanda til námsmats Samræða við kennara í Tækniskólanum 28. maí 2009.
Samskipti og bekkjarbragur Dagskrá fyrir kennara Grunnskóla Dalvíkurbyggðar Laugardagur 13. október, kl –14.00 Leiðbeinendur: Ingvar Sigurgeirsson.
Að vanda til námsmats. Helgi Hermannsson Jón Ingi Sigurbjörnsson Tengsl námsmatsaðferða við einkunnir og brottfall – Samanburðarrannsókn (FSu / ME) 4,5=5,0.
Ingvar Sigurgeirsson, Menntavísindasviði HÍ og Júlía B. Sigurðardóttir, Framhaldskólanum á Laugum: „ Ekki bara nafn eða tala“ – Um þróunarverkefnið í Framhaldsskólanum.
Málþing um kennaramenntun á tímamótum Hvert verður hlutverk kennarans og hvernig getur hann best sinnt því? Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og.
Eru námsmöppur vænleg leið fyrir Setbergsskóla?. Dagskrá IS: Um námsmöppur Anna María: Reynslan á miðstiginu Hópvinna eftir aldurshópum: Þankahríð: Hvað.
Hvað eru aðrir að gera í námsmati? Dæmi um fjölbreytt námsmat.
Hvað eru aðrir að gera í námsmati? Dæmi um fjölbreytt námsmat.
Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun Flensborgarskóla 14. september 2007 Hverjum þjónar námsmat? Rósa Maggý Grétarsdóttir íslenskukennari við Menntaskólann.
Einstaklingsmiðað nám. Stefna Menntaráðs - Menntasviðs 1. Einstaklingsmiðað nám 2. Skóli án aðgreiningar 3. Samvinna nemenda 4. Samábyrgð og sterk félagsvitund.
Allskonar kynjasamþætting Halldóra Gunnarsdóttir Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Vorfundur Skólapúlsins maí 2011 Salur Námsmatsstofnunar Almar M. Halldórsson Kristján K. Stefánsson.
Hvað eru aðrir kennarar að gera í námsmati? Dæmi um fjölbreytt námsmat.
Námsmatshugtakið, helstu námsmatsaðferðir og nokkur álitamál um námsmat í kennslu (og ef tími leyfir: Nokkur orð um einkunnir og vitnisburð)
Rannsóknanámssjóður [Umsóknir til samkeppnissjóða] Málstofa doktorsnema Dr. Gunnar Þór Jóhannesson Mannfræðistofnun.
©2001 Þórdís Hrefna Ólafsdótttir
Að byggja á góðum grunni Ragnheiður Gísladóttir Verkefnisstjóri í frístundaheimilinu Vík.
Jóhanna Karlsdóttir lektor og Meyvant Þórólfsson lektor KHÍ Óhefðbundið námsmat Seljaskóli 12. sept
Námskrárfræði og námsmat Kennaraháskóli Íslands 15. apríl 2005 Jóhanna Karlsdóttir lektor KHÍ.
Líkamstjáning mannsins Þróun mannsins Kolbrún Franklín.
Ágúst 2006 © Þóra Björk Jónsdóttir 2 Ég fékk C fyrir víravirkið mitt !? Má ég koma með spurningu? Hvernig getur maður fengið C fyrir víravirki? Er það.
Kæru nemendur Snaraði nokkrum meginhugmyndum greinarinnar yfir á íslensku til að auðvelda ykkur að hugsa um efni hennar. Betri tillögur um þýðingu vel.
Sterkustu straumarnir: Leiðsagnarmat – einstaklingsmiðað námsmat Grunnskólarnir í Fjallabyggð Þróunarverkefni / námskeið: Fjölbreytt námsmat.
Það skiptir svo miklu máli hvernig þetta er gert fyrir námið. Námsmat út frá sjónarhóli nemenda. 20 eininga eigindleg rannsókn. Leiðbeinandi: Ingvar Sigurgeirsson.
Einstaklingsmiðuð kennsla og námsmat í 3. – 6. bekk Hrafnagilsskóla Ég kem í skólann til að læra Björk Sigurðardóttir Deildarstjóri við Hrafnagilsskóla.
1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat – Planið á námskeiðinu Meyvant Þórólfsson 1. febrúar 2008.
1 Stærðfræðikennsla sem tekur mið af þörfum ólíkra nemenda Rannsóknarnálgun við stærðfræðinám.
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Að bæta umræður í lífsleikni... Starfendarannsókn í Menntaskólanum við Sund.
Jóhanna Karlsdóttir lektor og Meyvant Þórólfsson lektor KHÍ Námsmat sem þáttur í daglegu námi og kennslu Nám og kennsla: Inngangur 1. misseri staðn á m.
Leiðsagnarmat – Reynslan í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Námsstefna um námsmat í framhaldsskólum Skriðu 27. maí 2009.
Einstaklingsmiðað námsmat Námsmatsferli og námsmatsaðferðir.
Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri námskrárdeildar Menntamálaráðuneytisins Breytingar á námskrá - stefna.
Jónína Vala Kristinsdóttir KHÍ1 Að fá að treysta á eigin hugsun og glíma við krefjandi verkefni í skólanum.
Nám fremur en kennsla - Er hægt að fara nýjar leiðir í gömlum skóla ? - Hildur Hauksdóttir Margrét Kristín Jónsdóttir.
Borgarfjarðarbrú Áherslur í Borgarnesi Skólaárið Sjálfstæði – ábyrgð – virðing - samhugur.
Heilsufarsskoðanir fótboltaiðkenda KSÍ þing 2010.
Jóhanna Karlsdóttir lektor og Meyvant Þórólfsson lektor KHÍ Óhefðbundið námsmat Námskrárfræði og námsmat 4. misseri 2006.
Mál og vald. Við skilgreinum okkur sumpart út frá málnotkun okkar. Hvernig erum við? Hvernig klæðum við okkur, hvaða tónlist hlustum við á, hvert förum.
Námsmat í kennslu nemenda með mjög skerta námshæfni Jóna S. Valbergsdóttir:
Jo Boaler Sérhæfir sig í stærðfræðimenntun og menntun kennara. Menntun
Berglind Axelsdóttir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Sólrún Guðjónsdóttir
Einstaklingsmiðað námsmat
Ritstuldarvarnir með Turnitin
Það er firra að allir íslenskir grunnskólar séu eins
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
Íslensk gerð efnis er að fyrirmynd bandarískra gagna.
Vordagur í Evrópu Verkefni á vegum framkvæmdarnefndar ESB
með Turnitin gegnum Moodle
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
Einstaklingsmiðað nám – Fjölgreindakenning
Leikur að lifa  Leikur að lifa 1 Hvernig ætli það væri að heita ekki neitt? Leikur að lifa.
Fjölbreytt námsmat á miðstigi
Skipulag stærðfræðikennslu í skóla fyrir alla
Einstaklingsmiðað nám: Hvaðan er þetta hugtak? Hvað merkir það?
„Ný“ hugsun í kennsluháttum
Námsmarkmið í lestri Námsmarkmið í ritun
Presentation transcript:

Staða og þróun námsmats við Grunnskólann í Borgarnesi með áherslu á frammistöðumat Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi Námsmat – lykill að bættu námi Háskólinn á Akureyri 13. apríl 2007

Erindið Rakin er þróun námsmats í Grunnskólanum í Borgarnesi síðustu tvo áratugi. Tilgangur námsmat skólans er að veita sem bestar upplýsingar um nemendann til nemandans sjálfs og foreldra / forráðamanna hans um leið er námsmatið hugsað til að efla og styrkja nemendur til aukins þroska. Til að ná þessu markmiði er lögð áhersla á að meta frammistöðu nemenda á víðum grunni, meta þá sem nemendur á eigin forsemdum. Við þetta mat er lögð áhersla á að meta frammistöðumarkmið skólans, þ.e. áhuga / virkni, sjálfstæði / frumkvæði, samvinnu / samskipti, vinnubrögð / umgengni og heimanám nemenda. Seinni ár hefur þátttaka nemandans sjálfs í frammistöðumatinu aukist og er hann virkur þátttandi í matinu. Einnig verður greint frá tilraun sem gerð var með svo kallaða marklista og þróun þeirra í skólanum.

Skólanámskráin – sáttmálinn okkar Nám og kennsla Sýn – stefna skólans Námsmat Samskipti Stjórnun

Sagan og framtíðin 1989 – 1991 tóku 13 kennarar þátt í starfsleikninámi sem var undir stjórn Bergþóru Gísladóttur, sérkennslufulltrúa við Fræðsluskrifstofu Vesturlands – 1993 stýrðu Meyvant Þórólfsson og Bergþóra Gísladóttir vinnu um námsmat.vinnu um námsmat – 1994 lagði Ingvar Sigurgeirsson mat á skólastarfið og vann skýrsluna „Mat á skólastarfi – Grunnskólinn í Borgarnesi.“„Mat á skólastarfi – Grunnskólinn í Borgarnesi.“ 1996 – 1997 fengu Elín Kristjánsdóttir, Hilmar Már Arason, Lilja S. Ólafsdóttir og Þór Jóhannsson styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til að vinna verkefnið „Frá námskrá til námsmats“ 1999 – 2000 vinna við skólanámskrá, undir handleiðslu Ingvars Sigurgeirssonar – 2010 BORGARFJARÐARBRÚIN - Samfella milli grunn- og framhaldsskóla og innleiðing nýrrar námskrár í Borgarbyggð

Starfsfólk Gunnskólans í Borgarnesi leggur áherslu á í öllu sínu starfi með nemendum að efla þá sem einstaklinga, gera þá hæfa til að vinna með öðrum til að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi sem stöðugt er að taka breytingum. Við leggjum jafna áherslu á siðvit, verksvit og bókvit nemenda. Við viljum sjá ábyrga einstaklinga, sem bera virðingu jafnt fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu, sem láta sér annt hver um annan, geta unnið með öðrum, hafa dug til að standast þrýsting neikvæðra áhrifa og bera virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum og einstaklingsmun. Til að við náum þessum meginmarkmiðum okkar þá leggjum við áherslu á, í samvinnu við forráðamenn, að: Efla sjálfsvirðingu / sjálfstraust og vellíðan nemenda þannig að þeir öðlist jákvæða sjálfsmynd. Að þessu er unnið m.a. með því að veita þeim jákvæða hvatningu og uppbyggjandi gagnrýni. Í skólanum er lögð áhersla á að hlusta eftir röddum nemenda. Efla hæfni nemenda til að vinna með öðrum, m.a. með því að þeir taki að sér fjölbreytt hlutverk í hópstarfi, leysi ágreiningsefni og skipuleggi samstarf sitt. Efla áhuga, iðni metnað og sköpunarkraft nemenda. Í því felst að kennarar og nemendur velja viðfangsefni sem auka ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði nemenda bæði í verkefnavali og vinnubrögðum. Nemendur tileinka sér skipuleg og vönduð vinnubrögð. Nemendur læra að bera ábyrgð og virðingu gagnvart sjálfum sér, öðrum einstaklingum og umhverfi sínu. Meðal leiða má nefna markvissa kennslu í lífsleikni frá upphafi skólagöngu í því skyni að auka félagslega færni þeirra. Efla kristilegt siðgæði, viðsýni, umburðarlyndi og tillitssemi. Sem dæmi um leið má nefna að nemendur læra að virða skoðanir hagsmuni og sjónarmið annarra. Einkunnarorð skólans: Sjálfstæði – ábyrgð – virðing – samhugur Sýn – stefna skólans

Stefna skólans í námsmati Megintilgangur námsmats er að örva nemendur, aðstoða þá við námið og hvetja þá til sjálfsmats. Með mati í skólastarfi skal reynt að afla sem öruggastrar og víðtækastrar vitneskju um það hvaða árangri einstaklingar og hópar hafa náð. Meta verður alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni og láta þá vega í samræmi við áherslur í náminu. Mikilvægt er að meta bæði verklega og bóklega þætti og prófa ýmist skriflega, verklega eða munnlega eftir því sem við á. Námsmat skal miða við þau markmið er fram koma í Aðalnámskrá. Þess er enginn kostur að meta námsgengi og framfarir eingöngu með skriflegum könnunum. Mörg markmið eru þess eðlis að þau verða best metin með öðrum aðferðum, t.d. með athugunum kennara eða mati á verkefnum nemenda. Áhersla er lögð á mat á allri frammistöðu nemenda. Námsmat skal fara fram jafnaðarlega allan veturinn (símat). Kennarar þurfa að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum námsins og hvernig miðar í átt að þeim. Heildarvitnisburði skal skila í viðtali við nemendur og foreldra þeirra þar sem lögð eru fram gögn er sýna stöðu og framfarir nemenda, að auki skal nemendum afhentur skriflegur vitnisburður. Í skriflegum vitnisburði skulu dregnar fram niðurstöður gagna. Slíkum vitnisburði skal skila í tölum og/eða umsögnum. Upplýsingum þessum skal komið fyrir í skráningarkerfi skólans. Kennarar, aðrir en umsjónarkennarar, skili skriflegri umsögn um mat þeirra á hverjum bekk og nemenda til umsjónarkennara þar sem lagt verði mat á frammistöðu nemenda. Þegar mat er lagt á frammistöðu eða framfarir nemenda með hliðsjón af markmiðum Aðalnámskrár skal fyrst og fremst miðað við þann nemanda sem í hlut á. Þá er lagt mat á framfarir hans, dugnað og árangur miðað við hans eigin hæfileika og getu. Stefnt skal að því að meta árangur skólastarfsins í heild. Vitnisburð verður að setja fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar skilji við hvað er átt. Lögð er áhersla á munnlegan vitnisburð auk skriflegs. Þar sem gefnar eru einkunnir í tölum er notast við einkunnaskalann frá einum og upp í tíu. Aðeins er gefið í heilum og hálfum tölum og ekki er reiknað út meðaltal. Uppgjör námsmats er við annaskipti. Náms mat

Útfærsla námsmats Skólaárinu er skipt í 3 annir. Með þessu þriggja anna kerfi er leitast við að meta sem flesta þætti í námi nemandans, auka og bæta samstarf við heimilin. Námsmat 1. annar: Lögð er áhersla á að meta frammistöðumarkmið, þ.e. sjálfstæði / frumkvæði nemanda í vinnu, samvinnu, samskipti, heimanám o.fl. Í bóklegum greinum eru birtar niðurstöður úr verkefnum og prófum. Niðurstöðum námsmats er skilað með foreldraviðtölum. Námsmat 2. annar: Námsmat 2. annar er svipað og námsmat 1. annar. Áfram er áhersla lögð á að meta frammistöðumarkmið, en í bóklegum greinum eru birtar niðurstöður úr verkefnum og prófum. Niðurstöðum námsmats er skilað með foreldraviðtölum. Námsmat 3. annar: Námsmati 3. annar er hagað þannig að lagðar eru fyrir kannanir og niðurstöður þeirra birtar í einkunn eða umsögn. Í lok annarinnar er þeim foreldrum sem þess óska boðið upp á viðtöl við umsjónarkennara.

Frammistöðumarkmið Þegar lagt er mat á frammistöðu eða framfarir nemenda, með hliðsjón af markmiðum skólans, skal fyrst og fremst miðað við þann nemanda sem í hlut á. Þá eru metnar framfarir hans, dugnaður og árangur miðað við hans eigin hæfileika og getu. Áhugi / virkni Nemandi: - leggur sig fram við námið og reynir að gera eins vel og hann getur - getur einbeitt sér að náminu - hefur úthald til að ljúka verkefnum Sjálfstæði / frumkvæði Nemandi: - kemur sér sjálfur af stað í vinnu - getur unnið eftir fyrirmælum - leitar sér aðstoðar við lausn vandamála eftir að hafa reynt að leysa þau sjálfur - kemur sjálfur með tillögur um lausn viðfangsefna Samvinna / samskipti Nemandi: - getur unnið með öðrum (hópvinna) - getur unnið með kennara - gerir sér grein fyrir ábyrgð gerða sinna - virðir reglur sem gilda í samskiptum manna (kurteisi) Vinnubrögð / umgengni Nemandi: - vandar skipulag og frágang verkefna - virðir reglur sem gilda um umgengni (skólahúsnæði, bækur og önnur gögn) Heimanám Nemandi: - skráir heimanám - skilar heimanámi eins og til er ætlast Áhersla er lögð á að leiðbeina nemendum þannig að þeir beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum nemendum og öllu starfsfólki skólans. Nemendur gangi vel og snyrtilega um húsnæði skólans og innanstokksmuni, svo og allt umhverfi skólans. Allt starfsfólk láti sig varða orð og æði barnanna og sé þeim góð fyrirmynd.

Úr nýrri aðalnámskrár (jan 2007).....Megintilgangur námsmats er því sá að afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram......Námsmat í grunnskóla skal að jafnaði framkvæmt af kennurum skólans og skulu nemendur og foreldrar og forráðamenn nemenda fá sem gleggstar upplýsingar um námsárangur......Námsmat fer ekki eingöngu fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu. Mat á námi og framförum er því hluti skólastarfsins......Þess er enginn kostur að meta námsgengi og framfarir eingöngu með prófum og öðrum formlegum aðferðum. Mörg markmið eru þess eðlis að einungis óformlegum aðferðum verður við komið Kennarar þurfa að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim. Upplýsinga um námsgengi verður því að afla jöfnum höndum með mati sem fram fer í hverri kennslustund og mati sem nær til lengri tímabila, t.d. skólaárs

Útfærsla Sýnishorn....