Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Nokkur álitamál og umhugsunarefni um samræmd próf í grunnskólum Framhaldsdeild KHÍ 1. apríl 2006 Rúnar Sigþórsson dósent HA.

Similar presentations


Presentation on theme: "Nokkur álitamál og umhugsunarefni um samræmd próf í grunnskólum Framhaldsdeild KHÍ 1. apríl 2006 Rúnar Sigþórsson dósent HA."— Presentation transcript:

1 Nokkur álitamál og umhugsunarefni um samræmd próf í grunnskólum Framhaldsdeild KHÍ 1. apríl 2006 Rúnar Sigþórsson dósent HA

2 © Rúnar Sigþórsson HA 2 Dagskrá (tímasetningar sveigjanlegar) 09:00–09:45 Stutt kynning á rannsókn RS + spurningar. Samantekt um fræðilegar forsendur / rannsóknir 10:00–10:45Umræður um samantektina 11:00–12:00 Vísbendingar og tilgátur út frá gögnum í rannsókn RS. Stutt kynning og umræður

3 Rannsókn RS á áhrifum samræmdra prófa Áhrif samræmdra prófa í íslensku og náttúrufræði á kennsluhætti á mið- og unglingastigi í fjórum íslenskum grunnskólum Áhrif samræmdra prófa í íslensku og náttúrufræði á kennsluhætti á mið- og unglingastigi í fjórum íslenskum grunnskólum (sjá meðfylgjandi PDF-skjal)

4 Nokkrar fræðilegar pælingar um  ábyrgðarskyldu  samræmd próf og námsmat  samræmd próf og námskrá  samræmd próf og einstaklingsmiðun Greinar RS sem tengjast rannsókninni:  „Og maður fer í það að spila með... “ Uppeldi og menntun, 14(2), 2005.  Að skilja matinn frá moðinu. Glæður, 16(1), 2006.

5 Ábyrgðarskyldan... það hefur haft veruleg áhrif og hafði miklu meiri áhrif fyrst eftir að farið var að birta meðaltöl... eitt árið fengum mjög sterka og neikvæða umræðu um okkar skóla, við vorum í þriðja neðsta sæti í stærðfræði í einhverjum árgangnum... og það var bara fár hérna á staðnum ég held að það hafi bara átt að leggja niður skólann... en hins vegar árið eftir náði hann sjötta efsta sætinu og það einhvern veginn fór á milli skips og bryggju... (skólastjóri)

6 © Rúnar Sigþórsson HA 6 Hugmyndin um stjórnsýsluábyrgð (bureucratic accountability)  Menntun byggð á ítarlegri samræmdri markmiðssetningu – mælanlegum markmiðum – stöðluðum árangri  Samræmd námskrá byggð á ítarlegum markmiðum og viðmiðum fyrir hvert ár  Lokamat á námi (assessment OF learning) sem notað er til að safna upplýsingum um skólastarf og kalla starfendur í skólum opinberlega til ábyrgðar gagnvart stjórnvöldum og öðrum aðilum utan skólanna á (mælanlegum) árangri skólastarfs

7 © Rúnar Sigþórsson HA 7 Gagnrýni skólaþróunar (frh.)  Dæmigerð „top-down“ aðferð sem sniðgengur frumkvæði og eignarhald (og þar með skuldbindingu) skóla og kennara  Það er nánast orðin alkunna hversu erfitt er að ætla stefnu eins stjórnsýslustigs um annað að breyta starfsháttum. Þvert ofan í þau beinu tengsl sem menn hafa gefið sér að væru milli stefnu og framkvæmdar ræðst eðli, umfang og hraði breytinga fyrst og fremst af staðbundnum þáttum sem eru að mestu leyti utan seilingar þeirra stjórnvalda sem móta stefnuna (Milbrey McLaughlin 1990, eftir Hopkins og Lagerveij, 1996)  Áhættueðli (high-stakes) og „refsimiðun“

8 © Rúnar Sigþórsson HA 8 Gagnrýni skólaþróunar  Vantraust á fagmennsku og frumkvæði kennara  Kennarar eru „lítið annað en tæknilegir embættismenn... sem breytast... í undirtyllur [sem] taka upp „dautt“ hlutverk dyravarðar... eða öryggisvarðar i námskrárforðabúrinu (Hamilton, 1993)  Prófin gefa upplýsingar á afmörkuðu sviði  Hæpnar ályktanir dregnar af prófunum  Það sem hægt er að prófa verður mikilvægast

9 © Rúnar Sigþórsson HA 9 Ábyrgðarskylda (accountability)  Stjórnsýsluábyrgð (bureaucratic accountability)  Lokamat á námi (assessment OF learning) sem notað er til að safna upplýsingum um skólastarf og kalla starfendur í skólum opinberlega til ábyrgðar gagnvart stjórnvöldum og öðrum aðilum utan skólanna á (mælanlegum) árangri skólastarfs  Fagleg ábyrgð (professional accountability)  mat í þágu náms (assessment FOR learning) – nota gögn um námsárangur nemenda markvisst til að styrkja faglega innviði skóla og bæta nám og kennslu Barber & Fullan, 2005; Darling-Hammond, 1989; Shepard, 1991

10 Samræmd próf og námsmat Nei, það kemur þeim ekki til gagns í prófinu vegna þess að prófið er eingöngu krossaspurningar það er hvergi nokkurs staðar í þessu prófi gert ráð fyrir að nemendur segi frá einhverju, lýsi einhverju... þetta próf er náttúrulega meingallað hvað það varðar að það er verið að prófa mjög takmarkaðan hluta af þekkingu nemenda með krossaprófinu... allt sem snýr að því að geta sagt frá... gert grein fyrir hlutum það er það er ekki prófað. Það er mjög slæmt (náttúrufræðikennari)

11 © Rúnar Sigþórsson HA 11 Hópviðmiðað og markviðmiðað námsmat  Samanburðarmiðað / hópmiðað námsmat (norm-referenced) vs. markviðmiðað / einstaklingsmiðað námsmat (criterion- referenced)

12 © Rúnar Sigþórsson HA 12 Samræmd próf sem námsmat  Kostir og gallar fjölvalsprófa  Námsmat og námsáhugi  Aðhald og hvatning fyrir hluta nemenda  Kvíði og streita jafnvel uppgjöf fyrir aðra nemendur  Áhrif á sjálfkvæman áhuga (intrinsic motivation)  einkunnir skipta máli en ekki ánægjan af því að ná árangri í glímu við áhugaverð viðfangsefni  nemendur forðast krefjandi verkefni af ótta við að mistakast (og þau gefa ekki af sér góða einkunn)

13 © Rúnar Sigþórsson HA 13 Black og William (2001)  Það sem við þurfum er andrúmsloft velgengni byggt á trú á því að allir geti náð árangri. Leiðsagnarmiðað námsmat getur gegnt lykilhlutverki í að skapa slíkt andrúmsloft. Það getur gagnast öllum nemendum – ekki síst þeim sem eru hægfara í námi (low achievers) – með því að efla skilning nemendanna á því sem veldur þeim erfiðleikum og setja þeim raunhæf markmið um úrbætur. Allir nemendur geta unnið úr slíkri leiðsögn að því gefnu að þeir séu ekki kaffærðir í fjasi um getu, samkeppni og samanburð við aðra

14 Samræmd próf, námskrá og kennsla Og svo er þessi togstreita: Á maður bara að halda sínu striki og gera þetta eins og við erum vön af því að við höfum trú á því þótt það geti hugsanlega skemmt fyrir barninu sem fær þá ekki eins hátt á náttúrufræðiprófinu – eða á maður að spila með? Og maður fer í það að spila með, vegna þess að manni finnst maður ekki geta tekið hina ákvörðunina af því að þetta er barnið – nemandinn okkar – sem við þurfum einhvern veginn að hjálpa til þess að hann hafi forsendur til að taka þetta blessaða próf (náttúrufræðikennari á unglingastigi (og skólastjóri))

15 © Rúnar Sigþórsson HA 15 Kennslulíkön Lorrie Shepard (2000) Námskrá byggð á að- greiningu Atferlisstefna sem náms- kenning Námsmat sem „ vísindalegar “ mælingar Námskrá byggð á náms- aðlögun Nám sem hugsmíði Kennslumiðað námsmat Arfleifð 20. aldarinnar Fyrirheit 21. aldarinnar

16 © Rúnar Sigþórsson HA 16 Þrjú námskrárhugtök  Fyrirhuguð námskrá (intended curriculum):  Námskrá sem sett hefur verið af stjórnvöldum eða skóla og ætlast er til að farið sé eftir. Felur í sér allar ákvarðanir þess sem hana setur um markmið, inntak og aðferðir  Virk námskrá (implemented curriculum):  Fyrirhugaða námskráin í verki – víkur að einhverju leyti – meðvitað eða ómeðvitað – frá fyrirhuguðu námskránni  Núll-námskrá (null curriculum):  Það sem ákveðið er að kenna ekki þegar fyrirhugaða námskráin er samin og það sem verður útundan í virku námskránni þegar skólar og kennarar velja einn þátt úr fyrirhuguðu námskránni en hafna öðrum Eisner, 1994; Marzano, 2003

17 Samræmd próf og einstaklingsmiðun... ég verð svo reið þegar þú ferð að spyrja mig um þetta... það er allt í lagi að leggja þetta fyrir venjulegan nemanda en fyrir þessi börn sem eiga í þessum miklu erfiðleikum eru þetta svo ótrúlega kaldlyndisleg próf... þú ert búinn hjálpa börnunum með alla hluti... það er alltaf einhver að styðja þau... svo er komið með þetta próf og því skellt fyrir þau og... þau eiga að gera þetta og allt í einu þennan dag þá vill enginn hjálpa þeim. Hvernig á að útskýra þetta fyrir börnunum, ertu með svar við því?... eða þá eins og hefur verið haft sumstaðar þau hafa verið heima og hvernig líður þeim af því...? (kennari um 4. bekk)

18 © Rúnar Sigþórsson HA 18 Samræmd próf og einstaklingsmiðað nám  Á ytra borði er stöðluð námskrá og samræmd próf jöfnunartæki. Allir fá sömu meðhöndlun  Margir hafa þó áhyggjur af stöðu seinfærra nemenda í prófavæddu námsumhverfi  Er þverstæða í kröfu Aðalnámskrár grunnskóla um einstaklingsmiðun og sveigjanleika annars vegar og ítarlegrar árgangabundinnar markmiðssetningar og samræmdra mælinga hins vegar?

19 © Rúnar Sigþórsson HA 19 Nokkrar heimildir (sjá nánar í greinum sem vísað er til framar)  Barber, M. og Fullan, M. (2005). Tri-level development: It’s the system. Sótt 23. október 2005 af http://www.michaelfullan.ca.http://www.michaelfullan.ca  Black, P. og William, D. (2001). Inside the black box: Raising standards through classroom assessment. Sótt 23. október 2005 af http://ngfl.northumberland.gov.uk/keystage3ictstrategy/Assessment/blackbox.pd f http://ngfl.northumberland.gov.uk/keystage3ictstrategy/Assessment/blackbox.pd f  Darling-Hammond, L. (1989, september). Teacher professionalism and accountability. The Education Digest, 55(1), 15–19. ProQuest Education Journals.  Eisner, E. W. (1994). The educational imagination: On the design and evaluation of school programs (3. útg.). New York: Macmillan College.  Hopkins, D. og Lagerweij, N. (1996). The school improvement knowledge base. Í D. Reynolds, R. Bollen, B. Creemers, D. Hopkins, L. Stoll, L. og N. Lagerweij (Ritstj.), Making good schools: Linking school effectiveness and school improvement (bls. 59–93). London: Routledge.  Marzano, R. L. (2003). What works in schools: Translating research into action. Alexandria: ASCD.

20 © Rúnar Sigþórsson HA 20  Námsmatsstofnun (2004). Samræmd próf í 10. bekk 2004: Inntakstöflur í náttúrufræði. Sótt 23. september 2005 af http://www.namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/framk_10/inntak_natt_1004.pdf. http://www.namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/framk_10/inntak_natt_1004.pdf  Reglugerð nr. 414/2000 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum. Sótt 23. september 2005 af http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir4142000. http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir4142000  Reglugerð nr. 415/2000 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa í 4. og 7. bekk grunnskóla. Sótt 23. september 2005 af http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir4152000. http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir4152000  Shepard. L. A. (1991). Will national tests improve student learning (CSE technical report 342). Los Angeles: National Center for Research on Evaluation, Standards, and Student Testing (CRESST). UCLA Graduate School of Education.  Shepard. L. A. (2000). The role of classroom assessment in teaching and learning (CSE technical report 517). Los Angeles: National Center for Research on Evaluation, Standards, and Student Testing (CRESST) Graduate School of Education University of California. Los Angeles og Center for Research on Education, Diversity and Excellence, University of Californina, Santa Cruz


Download ppt "Nokkur álitamál og umhugsunarefni um samræmd próf í grunnskólum Framhaldsdeild KHÍ 1. apríl 2006 Rúnar Sigþórsson dósent HA."

Similar presentations


Ads by Google