Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Hver er og hver hefur verið sókn í háskólamenntun á Íslandi? Vegna umræðu undanfarið um þessi mál að undanförnu. Er í vinnslu. Mars 2003. Jón Torfi Jónasson.

Similar presentations


Presentation on theme: "Hver er og hver hefur verið sókn í háskólamenntun á Íslandi? Vegna umræðu undanfarið um þessi mál að undanförnu. Er í vinnslu. Mars 2003. Jón Torfi Jónasson."— Presentation transcript:

1 Hver er og hver hefur verið sókn í háskólamenntun á Íslandi? Vegna umræðu undanfarið um þessi mál að undanförnu. Er í vinnslu. Mars 2003. Jón Torfi Jónasson Háskóla Íslands

2 Fjöldi nemenda á háskólastigi Hér verður reynt að gera þrennt: a) Benda á að sókn í hefðbundna háskólamenntun er engu minni hér á landi en í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við b) Benda á að við stöndum höllum fæti í samanburði, þegar kannað er hve margir ljúka prófi sem er ekki flokkað sem háskólapróf en er þó að loknum framhaldsskóla. Hér er vikið að “tertiary education”, sem er öll menntun á háskólastigi þmt menntun sem ekki flokkast sem háskólamenntun! Mikið af deilum stafar hreinlega af ruglingslegum skilgreiningum. Skólamáladeild Hagstofunnar notar ISCED-97 flokkunina og það er mikilvægt að reyna að halda sér við hana. c) Benda á að fjölgun nemenda á háskólastigi hefur lengi verið fyrirsjáanleg, það er ekkert þar sem kemur þar á óvart og erfitt er að skilja síendurteknar fullyrðingar um hve óvænt hún sé. Það sem hér kemur fram var áður útskýrt að hluta í erindi um framtíð háskólstigsins á ráðstefnu í feb. 2000. Sjá http://www.hi.is/~jtj/ og erindi http://www.hi.is/~jtj/erindi

3 ISCED-97 Oft er talað um þrjú stig menntunar og innan hvers stigs eru þrep Núllta stigpre-primary educationISCED 0 Leikskóli Fyrsta stigprimary educationISCED 1 Barnaskóli Annað stig secondary education Fyrsta þreplower secondaryISCED 2 Gagnfræðaskóli Annað þrepupper secondaryISCED 3Framhaldsskóli Þriðja stig tertiary education Fyrsta þreppróf sem ekki leiða til háskólagráðuISCED 5 Á háskólastigi Annað þreppróf sem leiða til fyrstu háskólagráðuISCED 6 Fyrsta háskólapróf Þriðja þreppróf sem leiða til rannsókanargráðuISCED 7 Æðra háskólapróf

4 Skoðum ólíka aldurshópa Hér sjáum við a) Að yngra fólk hefur frekað lokið prófum en eldra fólkið. En myndirnar staðfesta það sem við virum að fólk er að ljúka prófum fram eftir öllum aldri. b) Að Íslendingar eru í lægri kantinum en skilja sig ekkert sláandi mikið að frá öðrum Norðurlandaþjóðum. Sá munur verður skýrari þegar fjallað er um námslok á lægri stigum. c) Að talsverður munur er á námslokum karla og kvenna. Ötul skólasókn kvenna í Finnlandi er áberandi. d) Við ættum að vera stöðugt vakandi fyrir muninum á því sem við venjulega köllum háskólamenntun (univeristy education) og því sem kallað er menntun á þriðja stigi (tertiary education). Í mörgum löndum er mikill munur á þess en svo er ekki á Íslandi.

5 Gögn sem sýna skólasókn karla: Hlutfall tiltekinna aldurshópa sem hefur lokið einhvers konar háskólanámi (tertiary education), þótt þeir séu ekki allir með háskólagráður

6 Gögn sem sýna skólasókn kvenna: Hlutfall tiltekinna aldurshópa sem hefur lokið einhvers konar háskólanámi (tertiary education), þótt þeir séu ekki allir með háskólagráður

7 Gögn sem sýna skólasókn, annars vegar í hefðbundið háskólanám (dökkbláar súlur) og hins vegar í nám sem er sagt á háskólastigi en leiðir ekki til háskólagráðu (ljósbláar súlur). Íslendingar eru engir eftirbátar annarra þjóða hvað hina fyrri tegund náms varðar.

8 Gögn sem sýna skólasókn í allt nám sem flokkað er á háskólastigi (tertiary). Þarna erum við frekar í lægri kantinum, en erum þó ekkert langt á eftir Dönum.


Download ppt "Hver er og hver hefur verið sókn í háskólamenntun á Íslandi? Vegna umræðu undanfarið um þessi mál að undanförnu. Er í vinnslu. Mars 2003. Jón Torfi Jónasson."

Similar presentations


Ads by Google