Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

HRAFNHILDUR HALLVARÐSDÓTTIR BERGLIND AXELSDÓTTIR

Similar presentations


Presentation on theme: "HRAFNHILDUR HALLVARÐSDÓTTIR BERGLIND AXELSDÓTTIR"— Presentation transcript:

1 HRAFNHILDUR HALLVARÐSDÓTTIR BERGLIND AXELSDÓTTIR
Leiðsagnarmat HRAFNHILDUR HALLVARÐSDÓTTIR BERGLIND AXELSDÓTTIR Vogaskóli 20. september 2010

2 FSN Nýr skóli með nýja hugmyndafræði Kennsluumsjónarkerfi
Nýir kennsluhættir Engar kennslustofur Einstaklingsmiðað nám Dreifnám FSN er á sínu 7 starfsári. Hugmyndafræðin að baki skólans er að námið sé einstaklingsmiðað, mjög sveigjanlegt, bæði hvað varðar stundaskrá sem og mætingu og ástundun. Til þess að viðhalda þessum sveigjanleika var ákveðið að nota kennsluumsjónarkerfi, Moodle, þar sem allar áætlanir, verkefni og verkefnaskil fara fram. Þó nokkuð af námsefninu er þar einnig. Kennsluhættir eru frábrugðnir því sem er í hefðbundnum skólum, að því leiti að engar kennslustofur eru í skólanum, margar kennslustundir eru í gangi á sama tíma, í sama rými. Lítið um hefðbundna fyrirlestra kennara og töflukennslu. Þar sem stundataflan er mjög sveigjanleg er námið að miklu leyti einstaklingsmiðað. Hver og einn getur farið á sínum hraða í gegnum skólann og er mögulegt að ljúka stúdentsprófi á skömmum tíma, ef nemandi er iðinn. Við bjóðum upp á dreifnám, en það er þannig að nemandi getur stundað námið hvar sem er, og kemur til þess að taka próf og kynna verkefni og þess háttar. Í töflunni skiptast á fastir tíma og verkefnatímar og eiga dreifnemendur kost á því að koma í verkefnatíma eins og aðrir nemendur. Vogaskóli 20. september 2010

3 Er eitthvað nýtt í FSN? Breyttir kennsluhættir?
Breytt kennsluumhverfi? Breytt námsmat? Vildum breyta því og fórum á námskeið til London í King´s College hjá Paul Black o.fl. Breyttum kennsluháttum og aðferðarfræði en hvað svo? Gleymdist að gera helling t.d. samræður við kennara um þær nýjungar sem farið var í Hvað með námsmatið? Við vorum bara að leggja fyrir skrifleg próf. Vorum lengi að átta okkur á því að við þyrftum að breytast líka, það er ekki nóg að hafa flottar tölvur og kerfi, við þurfum líka að breyta viðhorfum og vinnubrögðum hjá bæði nemendum og kennurum. Vogaskóli 20. september 2010

4 King´s College Assessment Group
Inside the Black Box eftir Black og Wiliam, 1998 Samantekt á rannsóknum annarra Leiðsagnarmat skilar góðum árangri Rannsókn innan bresks skólakerfis á árunum 1999/2000 Paul Black og Dylan Wiliam tóku sig til og lásu og rannsökuðu niðurstöður ótal rannsókna á námsmati og útbjuggu samantekt sem þeir gáfu út í þessari grein. Greinin vakti mikla athygli þar sem hún setti fram hugmyndir sem höfðu kraumað innan skólakerfa út um allan heim, en enginn hafði tekið þær allar saman í eina grein og sett fram kenningar og tillögur til breytinga fyrr en nú. Þeirra niðurstaða var sú að leiðsagnarmat (formative assessment) væri vænlegast til að skila árangri, þ.e. væri nemendum helst til hagsbóta. Upp úr fyrrgreindri grein varð til rannsókn innan breska skólakerfisins, þar sem stærðfræði og vísindakennarar við sex skóla gerðu róttækar breytingar á námsmati sínu. Vogaskóli 20. september 2010

5 Niðurstöður rannsóknarinnar
Leiðsagnarmat er byggt á eftirfarandi þáttum: spurningum (questioning) skriflegri umsögn jafningja- og sjálfsmati nemenda leiðsegjandi notkun lokaprófa (formative use of summative tests) Vogaskóli 20. september 2010

6 Spurningar/umræður Hversu langan umhugsunarfrest gefa kennarar nemendur sínum? Það skiptir máli hvers konar spurningar kennarar spyrja Hafa markmið skýr og þannig að nemendur skilji Það kom í ljós í rannsókninni að kennarar gefa nemendum sínum að meðaltali 0,9 sekúndur í umþóttunartíma. Nemendur þurfa ekki að segja sitt álit heldur kunna utan að einhverjar skilgreiningar eða rétt eða rangt svar. Meiri tíma verður að verja í spurningasmíð og aðeins að spyrja spurninga sem eru nauðsynlegar til að auka skilning nemenda á námsefninu. Auka þann tíma sem nemendum er gefinn til að ígrunda spurninguna og mögulegt svar. Ætlast til þess að allir svari og taka til greina bæði rétt og röng svör, því öll svör leiða til umræðu og í átt að réttu svari. Markmiðið er að auka ígrundun nemenda og umræðu frekar en að fá rétt svar í fyrstu tilraun. Verkefni í kjölfar spurninga verða að vera áhugaverð og tengjast umræðunum á undan beint og auka þekkingu þeirra á umræðuefninu. Þá skiptir ekki minna máli að hafa markmiðin skýr og augljós. Vogaskóli 20. september 2010

7 EN Bannorð og litur. Í umsögnum er ekki gott að nota orðið en, það skemmir hrósið. T.d. Þessi ritgerð er vel skrifuð og skemmtileg en það eru of margar stafsetningarvillur. Betra væri að segja, Þessi ritgerð er vel skrifuð og skemmtileg. Ég vildi að þú notaðir villupúka því þá yrðu stafsetningarvillurnar færri. Vogaskóli 20. september 2010

8 Endurgjöf Ekki rauðan penna Ekki leiðrétta Leiðsögn
Möguleiki á að skila aftur Tvær stjörnur og ein ósk Nemendum finnst andstyggilegt að fá verkefnin sín eldrauð til baka. Þau líta á það sem skemmd á verkefninu sínu sem þau eru kannski búin að vanda sig við og gera snyrtileg, síðan krotar kennarinn á það með rauðum penna! Er leiðréttingarnar eru alltof miklar missa þær marks, það er betra að einbeita sér að færri atriðum sem nemandi þarf að laga og gefa honum tækifæri á að skila aftur og fá nýja umsögn. Það er ágætt að vera með tvær stjörnur og eina ósk í huga til að minna sig á. Nemendur: Vilja ekki að kennarar skrifi með rauðum penna þar sem það eyðileggur verkefni þeirra Vilja að kennarar skrifi vel svo hægt sé að lesa endurgjöfina Vilja að kennarar skrifi endurgjafir sem séu skiljanlega (efnislega) Vogaskóli 20. september 2010

9 Tvær stjörnur og ein ósk
Hrósa tveimur hlutum og benda á eitthva eitt sem hefði verið betra að gera öðruvísi. T.d. Þú ert nú búinn að ná góðri færni í margföldun og setur dæmin fallega og snyrtilega upp. Ég vildi að þú skilaðir dæmunum á réttum degi en ekki of seint. Gættu þess næst. Vogaskóli 20. september 2010

10 Uppbrot Hópaumræður – Hvernig námsmat hef ég notað
Það er nauðsynlegt og skemmtilegt fyrir kennara að stoppa öðruhvoru og rýna í eigin námaðferðir. Hvað erum við ánægð með og hvað mætti vera öðruvísi. Vogaskóli 20. september 2010

11 Sjálfs- og jafningjamat
Til hvers? Skilar það einhverjum árangri? Hvaða gildi hefur það? Fyrir hvern? Er það marktækt? Hrafnhildur hefur nokkrum sinnum borið saman jafningjamat og kennaramat og hefur alltaf fengið sömu niðurstöður. Nemendur eru sanngjarnir og meta jafningja sína á líkan hátt og kennarinn. Þeir benda á það sem betur má fara og hrósa fyrir það sem vel er gert. Hér fyrir neðan eru dæmi um annars vegar mat kennara og hins vegar mat nemenda á sömu verkefnum: Verkefni A. Kennaramat • Afar vel uppsettar glærur með miklu og góðu efni. Glærurnar er vel gerðar, passlega mikið efni á hverri glæru og fínt myndefni. Ekki verður vart hjá ykkur að þið hafið fordóma eða séuð að dæma þessar athöfn en það er mjög erfitt að halda hlutleysi þegar verið er að fjalla um svona hluti. • Heimildaskrá er ekki alveg samkvæmt reglunum, þið kíkið á það. Jafningjamat Góð kynning, fínt hvað þær töluðu bara í kringum glærurnar, í staðinn fyrir að lesa beint upp af þeim. Mjög góð hugmynd að lesa upp úr Eyðimerkurblóminu, þar sem að það er góð viðbót við efnið. Hefði verið fínt að hafa einhvern umfram texta í notes. Góðar og hnitmiðaðar glærur - Góð umfjöllun – of litríkt þannig að glærurnar voru ekki í samhengi (ófagmannlegt) Vogaskóli 20. september 2010

12 Jákvæðar hliðar jafningjamats
Það minnkar agabrot Það veitir stuðning í kennslustund Nemendur bregðast oft mun jákvæðar við nemenda heldur en kennara Nemendur vanda oft frágang/skrift þegar verkið er unnið fyrir jafninga Ef að nemendur eru að gera verkefni sem eru sýnd hinum nemendunum í bekknum, á vinna þau öðruvísi og oft betur. Vogaskóli 20. september 2010

13 Jákvæðar hliðar jafningjamats.
Jafningjar hafa oft meiri þekkingu á námsefninu heldur en foreldrar, sérstaklega á unglingastigi. Þetta er einstaklingsmiðað og gagnvirkt Leiðbeinandi græðir eins og þeim sem er leiðbeint Nemendur þjálfast í félagshæfni og samskiptum Kennari getur staðið til hliðar og athugað og spjallað Vogaskóli 20. september 2010

14 Jákvæðar hliðar jafningjamats
Nemendur taka meiri ábyrgð á eigin námi Nemandi æfir færni sem er nauðsynleg í atvinnulífi Nemendur skilja betur hlutverk og þörf á námsmati Hópurinn setur upp markmið fyrir flutning og metur síðan út frá því. Vogaskóli 20. september 2010

15 Sjálfsmat Samkvæmt Black og Wiliam
Nemendur þurfa að fá þjálfun í sjálfsmati Nemendur öðlast skilning á eigin námi með sjálfsmati Nemendur skilja tilganginn með náminu Nemendur skilja hvað þeir þurfa að gera til að ná árangri Nemendur verða meðvitaðri um til hvers er ætlast af þeim Vogaskóli 20. september 2010

16 Sjálfsmat Undirbúningur byrjar í jafningjamatinu
Best að það gerist daglega í einhvers konar formi Einstaklingar eru hvattir til að taka ábyrgð á eigin námi Það þarf að taka frá tíma fyrir sjálfsmatið eins og fyrir jafningjamatið Vogaskóli 20. september 2010

17 Sjálfsmat Láta nemendur gera sjálf markmið með verkefninu og meta síðan út frá þeim. Gera markmiðin: Raunveruleg Hlutstæð áþreifanleg og byrja á gólfinu ekki upp undir rjáfri, þannig að þau nái örugglega markmiðunum. Vogaskóli 20. september 2010

18 Rýnihópur Lærið þið á sjálfsmati Já þá þarf maður að hugsa um það
Ef maður gerir sjálfsmat í lok annar og skoðar t.d. jafningjamatið þá sér maður kannski, já, ég stóð mig ágætlega Ef maður tekur eitthvað verkefni ekki alvarlega þá getur maður unnið næsta verkefni betur, þegar það er símat Í lok vorannar fengum við nokkra af nemendum okkar til að setjast saman í rýnihóp og lögðum við upp með eftirfarandi spurningar sem ramma fyrir okkur til að fara eftir: Rýnihópur með nemendum vegna jafningjamats, sjálfsmats og leiðarbóka. Vogaskóli 20. september 2010

19 Rýnihópur Munur á hefðbundnu námsmati=próf og jafningjamati
Próf eru úreltasta námsmatsaðferð sem til er Eitt próf á að gefa þér einkunn fyrir alla önnina og svo gengur þér illa Próf eru ömurleg Maður kann allt og frýs svo í prófinu Lokapróf er ósanngjarnt, að hafa eitt lokapróf sem ræður svo hvernig framtíðin er Rýnihópur með nemendum vegna jafningjamats, sjálfsmats og leiðarbóka Vogaskóli 20. september 2010

20 Fimm lyklar að vönduðu námsmati
Samkvæmt hugmyndum Stiggins eru fimm lyklar að vönduðu námsmati. Skýr tilgangur (clear purpose) skýr markmið (clear targets) traust skipulag (sound design) árangursrík miðlun (effective communication) þátttaka nemenda (student involvement Vogaskóli 20. september 2010

21 Sjö leiðir að mati í þágu náms
Hvert stefni ég?   1. Skýra námsmarkmiðin og gera þau sýnileg og skiljanleg öllum. 2. Nota dæmi eða sýnishorn af góðum og slökum verkefnum. Hvar er ég núna? 3. Gefa lýsandi endurgjöf reglulega. 4. Kenna nemendum að meta eigið nám og að setja sér markmið. Hvernig næ ég markmiðunum? 5. Beina kennslunni að einum þætti í einu. 6. Kenna nemendum að rifja skipulega upp. 7. Hvetja nemendur til ígrundunar, til að hafa skipulag á því sem þeir læra og deila því með öðrum.   Leiðsagnarmat: er hluti af kennslunni, mat fyrir nám en ekki mat á námi ... þarf að gera nemendur meðvitaða um Hvað þeir læra Hvernig þeir læra Hver séu markmiðin með námi þeirra Leiðsagnarmat hefur þann megintilgang að styðja við nám og kennslu. Í leiðsagnarmati er verið að fylgjast með og leiðbeina nemendum á námstímanum.  Vogaskóli 20. september 2010

22 Uppbrot Verkefni – Sjálfsmat og jafningjamat
Ljóð um kennslu og kennara. Þátttakendur í námskeiðinu lesa og leika ljóðin fyrir hina, áhorfendur gefa jafningjamat, leikarar gefa sjálfsmat. Vogaskóli 20. september 2010

23 Leiðsagnarmat getur verið mismunandi á... ...Þessa vegna
...er mælt með. Tíma Hvenær endurgjöfin er gefin Hversu oft endurgjöf Gefa endurgjöf strax fyrir þekkingu á staðreyndum (rétt/rangt). Seinka endurgjöf aðeins fyrir stærri verkefni svo nemendur geti endurskoðað verefni sín. Veita endurgjöf eins oft og er gagnlegt fyrir stærri verkefni. Magni Hve mörg atriði skoðuð Hversu mikið er sagt um hvert atriði Forgangsraða – tína til mikilvægustu atriðin. Velja atriði tengd aðal námsmarkmiðum. Hugsa um þroska nemandans. Aðferð Munnleg Skrifuð Frammistaða Velja bestu aðferðina til að koma skilaboðum til nemandans. Kannski er nóg að gefa athugasemd um leið og gengið er framhjá borði nemandans. Kannski þarf umræðufund. Áhorfendum Einstaklings Hópur/Bekkur Vogaskóli 20. september 2010

24 Krækjur http://netla.khi.is/greinar/2007/010/index.htm
Vogaskóli 20. september 2010

25 Leiðsagnarmat... ... snýst ekki bara um próf.
... snýst ekki um einkunnabókina. ... er ekki alltaf formlegt. ... er ekki aðskilið frá námsskránni. ... gerist ekki að loknu námi. ... er ekki endir á neinu. ... er ekki aðskilið frá kennslunni. ... er ekki bara um fúsleika nemenda. ... er ekki bara um það að finna veikleika. ... er ekki bara fyrir kennarann. Vinnan við innleiðingu leiðsagnarmat í Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefur alls ekki gengið áfallalaust fyrir sig, og það er ekki einfalt mál rýna svona í vinnu sína og vinnuaðferðir. Það er hins vegar mjög hollt að gera sjálfsrýni reglulega og halda um það dagbók. Það er heldur ekki einfalt að skrifa alltaf uppbyggilega endurgjöf og að vinna úr jafningja- og sjálfsmati . Það að nemendur okkar séu ánægðir með endurgjöfina og taki mark á henni er alveg nógu góð ástæða fyrir okkur til að halda þessari vinnu áfram og halda áfram á sömu leið. Það er líka auðséð eins og margir fræðimenn benda á að leiðsagnarmat kemur sér vel fyrir lakari námsmenn og það eitt og sér er góð ástæða til að halda því áfram. Vogaskóli 20. september 2010

26 Nemendur í FSN Vogaskóli 20. september 2010

27 Greinar um leiðsagnarmat
Erna Ingibjörg Pálsdóttir Að hafa forystu um þróun námsmats Ragnheiður Hermannsdóttir, (2008). Það skiptir svo miklu máli hvernig þetta er gert fyrir námið : námsmat frá sjónarhóli nemenda.Sótt 20.maí af

28 Heimildir Black, P., Harrison, C., Lee, C., Marshall., B., Wiliam, D., (2006). Assessment for Learning, putting it into practice. Berkshire: Open University Press. Black, P., og Wiliam, D., (1998). Inside the black box. Raising standard through classroom assessment. Phi Delta Kappan 80 (2), Erna Ingibjörg Pálsdóttir, (2007). Að hafa forystu um þróun námsmats. Netla. Sótt 29. nóvember 2007 af http: //netla.khi.is/greinar/2007/010/index.htm. Stiggins, Rick og Chappuis, Stephen, (2005). Putting testing in Perspective: It´s for Learning. Sótt 30. desember 2007 af Stiggins, Rick, (2002). Assessment Crisis: The Absence Of Assessment FOR Learning. Sótt 25. nóvember 2007 af Stiggins, Rick, (2007). Assessment Through the Student's Eyes . Educating the Whole Child. Sótt 12. desember 2007 af Vogaskóli 20. september 2010


Download ppt "HRAFNHILDUR HALLVARÐSDÓTTIR BERGLIND AXELSDÓTTIR"

Similar presentations


Ads by Google