Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Að afla sér menntunar á netinu Hvernig má nota upplýsinga- og samskiptatækni til að læra og kenna íslensku? Þuríður Jóhannsdóttir Sérfræðingur á Rannsóknarstofnun.

Similar presentations


Presentation on theme: "Að afla sér menntunar á netinu Hvernig má nota upplýsinga- og samskiptatækni til að læra og kenna íslensku? Þuríður Jóhannsdóttir Sérfræðingur á Rannsóknarstofnun."— Presentation transcript:

1 Að afla sér menntunar á netinu Hvernig má nota upplýsinga- og samskiptatækni til að læra og kenna íslensku? Þuríður Jóhannsdóttir Sérfræðingur á Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands Öll erum við íslenskukennarar. Þing um markvissa íslenskukennslu í dreifbýli Haldið í Hömrum á Ísafirði 22. apríl 2005

2 Þarfir nemenda og tiltæk verkfæri Til að geta lært íslensku þurfa nemendur aðgang að námsefni sem hentar þeim Þeir þurfa flestir stuðning í formi kennslu Þeir þurfa að verða hluti af námssamfélagi fólks í svipuðum sporum – nám manna er samfélagsleg athöfn Netið er tæki þar sem skapa má námsumverfi og námssamfélag Netið ætti ekki að líta á sem verkfæri til að flytja þekkingu fyrst og fremst heldur tæki til samskipta og sköpunar þekkingar

3 Lítum á nám sem athöfn Hvað þarf nemandinn að gera til að læra? Hvaða möguleika hefur hann eða hún til að gera það sem þarf til að nám eigi sér stað? Hvaða verkfæri eru tiltæk til námsathafna þar sem nemandinn er staddur? Hefur nemandinn forsendur til að nýta sér þau verkfæri? Ath. t.d. aðgang að tölvum og neti eða bókasafni Hvaða aðstoð þarf nemandinn til að geta nýtt sér tiltæk verkfæri? – tæknilega og/eða faglega

4 Hvert er hlutverk kennara? Hvað getur kennari gert til að styðja nemandann við athafnir sem leiða til náms? Á hverju byggir kennarinn hugmyndir sínar um hvað nemendur þurfa að gera til að læra íslensku? Hefð, reynsla, kennslufræði, rannsóknir Hefðin er sterk – skoðum hvað við gerum sem kennarar og af hverju Að líta svo á að nám sem verði til í félags- og menningarbundnu samhengi Að nám sé ekki einföld yfirfærsla þekkingar

5 Hvað gerist í kennslustofu venjulega? Kennari miðlar fróðleik Kennari vekur athygli og heldur athygli nemenda Kennari vekur áhuga Kennari heldur aga Kennari skipuleggur verkefni og leggur fyrir nemendur Kennari svarar spurningum nemenda Kennari leiðréttir misskilning Kennari stýrir umræðum Hvað af þessu er nauðsynlegt og mikilvægt? Átta sig á hvers konar athafnir kennsla er til að geta yfirfært þær og aðlagað í netkennslu.

6 Hvernig er hægt að gera þetta á netinu? Það er hægt að miðla fróðleik í formi, texta, mynda – teikninga, ljósmynda, kvikmynda – og hljóðs – talaðs máls og tónlistar Það er hægt að fá aðgang að ígildi bókasafna með alls kyns bókum s.s. orðabókum Það er hægt að ná sér í kennsluforrit til íslenskukennslu Það er hægt að ná sér í verkfæri til samskipta s.s. msn fyrir textaspjall, Skype til að tala saman, umræðuvefi til hópsamskipta Það eru til sérstök forrit til fjarkennslu – vefkennslukerfi (LMS) Netið er umfram allt öflugt samskiptatæki og þar er auðvelt að mynda námssamfélög

7 Kennslulíkan Allyson Macdonald – óháð kenningum um nám Innihald Íslenska: Framburður Orðaforði Málfræði Námskrá Markmið s.s. færni sem á að ná skilgreind Kennsluathafnir Undirbúningur, skipulagning Samskipti við nemendur - innlegg - fræðsla - leiðbeiningar um lestur - leiðbeiningar um verkefnavinnu - umræðustjórn - svara spurningum nemenda - leiðrétta misskilning Námsmat - skriflegt eða munnlegt -Samskiptafærni -Skilningur skriflegur og munnlegur - verkmöppumat (t.d. digital portfolios) - meta afurð og/eða ferli Upphafs- ástand nemenda Fyrra nám og reynsla Skilningur á innihaldi Áhugi Leikni Námsstíll Geta o fl. Nám-sem-athafnir Verkefni - glósur og skráning - samræður - athuganir - æfingar - lestur Vettvangsferðir Nám-sem-árangur Skilningur Áhugi Leikni - færni Geta - hæfni Breyttar hugmyndir Ný þekking

8 Undirbúa fjarnám Innihald Tungumálið íslenska Íslensk menning Námskrá Markmið: skilja tala Bjarga sér í daglegu lífi Upphafs-ástand nemenda Þjóðerni - móðurmál Fyrra nám og reynsla Núverandi staða og staðetning Læsi – þ.m.t. tækni og upplýsingalæsi Áhugi Námsstíll Geta o fl. Skipuleggja námsumhverfi á netinu sem umgjörð fjarnáms og kennslu Kynna sér möguleika og takmarkanir vefkennslukerfis ef það er notað – setja upp eigin vef til að mæta sértækum þörfum Athuga hvað er til ókeypis á netinu af verkfærum og námsefni Vega og meta hvaða tiltæk tól við viljum nota við kennslu Taka mið af upphafsástandi nemenda t.d. mismunandi bakgrunni – texti, hljóð, myndir

9 Upphafsástand nemenda Að koma til móts við nemendur með ólíkan bakgrunn, reikna með breidd í nemendahópi Þjóðerni – móðurmál - fyrra nám og reynsla, kanna afstöðu, þekkingu og skilning nemenda Læsi – þ.m.t. upplýsingalæsi og tölvufærni Hver er núverandi staða nemenda og hvar eru þeir búsettir? Athuga aðgengi að tölvum og netinu Hvaða stuðningur er í byggðarlaginu varðandi tæknileg atriði?

10 Kennsluathafnir á netinu Bein fræðsla eða innlegg Samræða við nemendur – tal og ritaður texti Stýra og hvetja til samræðna nemenda Leggja fyrir æfingar Leiðbeina við verkefnavinnu Svara spurningum nemenda Leiðrétta misskilning Vekja áhuga nemenda Hvetja nemendur til dáða Nám-sem-athafnir - glósa - setja glósur á netið? - tala saman í Skype - skrifast á í msn og tölvupósti - æfa sig í þjálfunarforritum - lesa og læra ný orð - svara spurningum – orða skilning sinn - læra utanbókar Vettvangsferðir á netinu

11 Hvernig á að koma þessu fyrir í fjarkennslu á neti? Mikilvægt að reyna að skilja hvers konar athafnir kennara eru best til þess fallnar að styðja nám Á hvern hátt tæki og tól sem UST býður upp á nýtast Kennarar þurfa að þekkja verkfæri svo sem vefkennslukerfi, kennsluforrit, leiðréttingaforrit, samskiptaforrit o.s.frv. Kennarar þurfa að kunna að nýta möguleika Internetsins Fljótlegt og ódýrt aðgengi að efni t.d. í gagnabönkum – kennarar geta stutt nemendur með tenglasíðu í gott efni. Hraðvirk leit – kenna nemendum að leita og meta gæði Möguleiki til að birta efni bæði texta og á margmiðlunarformi Fjölþættir samskiptamöguleikar

12 Nám-sem-athöfn á netinu Nemandinn ber ábyrgð á og hefur stjórn á eigin námi Áhersla á námsferlið og að nemendur tengi vinnubrögð í námsferli við árangur Virkni er lykilatriði við uppbyggingu þekkingar Fjarnemum finnst skipta máli að tilheyra hópi og hafa af því bæði félagslegan og námslegan stuðning Mikilvægt að nemendur vinni verkefni sem gera þau sýnileg í námshópi sínum á netinu Birta afrakstur á neti – nemendur kynna verkefni sín þar eins og í skólastofu

13 Um samskipti kennara og nemenda Það vantar bæði tón og líkamstjáningu ef bara er notaður ritaður texti Auðvelt að senda út talað mál t.d. með ppt.sýningum Nemendur upplifa oft gagnrýni sem mjög beinskeytta og óþægilega þegar hún berst þeim í formi texta á skjá án svipbrigða eða tóns. Samskipti geta orðið persónulegri með tölvusamskiptum. Of persónuleg samskipti við nemendur geta orðið vandamál

14 Samskipti á opnu svæði Vefkennslukerfið/vefumhverfið er eins og skólastofa – þar fara samskipti nemenda og kennara fram á opinberu svæði Tölvupóst og síma ætti þá að nota til samskipta um einkamál Hvetja ætti nemendur til samvinnu um nám Benda ætti nemendum á gildi félagslegs stuðnings samnemenda

15 Samvinnunám á netinu Rannsóknir benda til að samvinnunám sé líklegra til að leiða til virkni en einstaklingsnám Efla samskipti og samvinnu nemenda á netinu Skapa aðstæður sem stuðla að samvinnu Samræða á netinu er góð æfing í að beita tungumáli í rituðu og töluðu máli Kennarar og nemendur átti sig á gildi samræðu Að orða hugsun sína og fá svörun er mikilvægur liður í námi CSCL – Computer supported collaborative learning er stefna eða viðmið (paradigm) sem unnið er með víða um heim

16 Námsmat Námsmat – í höndum kennara - með orðum - með táknum eða tölum - skrifleg eða munnleg - verkmöppumat (t.d. stafrænar möppur) - frammistöðumat - meta afurð og/eða ferli - jafningjamat - sjálfsmat t.d. ferilbók Nám-sem-árangur – í höndum nemenda Skilningur – nýr eða breyttur Áhugi Leikni - færni Geta - hæfni Breyttar hugmyndir Ný þekking Sjálfsmynd Frumkvæði Skapandi hugsun

17 Mat og námsárangur Mikilvægt að gera árangur og framfarir sýnilegar með einhverju móti – skoða möguleika á netinu til þess Skoða kosti þess að safna afrakstri námsins í á netinu – t.d. glósur sem nýtast þeim sem tala sama móðurmál Að námsverkefni nýtist nemendum í svipuðum sporum Að stuðla að uppbyggingu námsumhverfis og námssamfélags á netinu fyrir ólíkar þarfir mismunandi hópa s.s. Tælendinga, Pólverja o.s.frv. Beita fjölbreyttum námsmatsaðferðum Leitast við að tengja vinnubrögð og árangur Að meta virkni þegar nám er byggt á virkni – hvetur til þátttöku Formlegt námsmat metur örlítinn hluta af námsárangri nemenda – hvetja nemendur til að meta sjálfir árangur sinn

18 Nokkrar heimildir Wilson, Brent and David Peal. 2001. Activity theory and web-based training. http://ceo.cudenver.edu/~brent_wilson/acttheory.htmlhttp://ceo.cudenver.edu/~brent_wilson/acttheory.html Jonassen, David H. And Lucia Rohrer-Murphy. 1999. Activity Theory as a Framework for Designing Constructivist Learning Environments. http://www.exploratorium.edu/IFI/resources/museumeducation/situat ed.html http://www.exploratorium.edu/IFI/resources/museumeducation/situat ed.html Dabbagh, Nada. 2003. Scaffolding: An Important teacher competency in online learning. TechTrends; Wasington, volume 47, issue 2 sjá Proquest McLoughlin, C o.fl. 2000. Supporting Constructivist learning through Learner Support On-line. http://users.edte.utwente.nl.winnips/papers/support.html http://users.edte.utwente.nl.winnips/papers/support.html Sceurman, Geoffrey. 1998. From behaviourist to constructivist teaching. Social Education. Vol 62. Issue 2 sjá Proquest


Download ppt "Að afla sér menntunar á netinu Hvernig má nota upplýsinga- og samskiptatækni til að læra og kenna íslensku? Þuríður Jóhannsdóttir Sérfræðingur á Rannsóknarstofnun."

Similar presentations


Ads by Google