Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Virkni í fjarkennslu og fjarnámi Þuríður Jóhannsdóttir Byggt á samvinnu við Allyson Macdonald Fjölbrautaskólinn Ármúla 21. ágúst 2003.

Similar presentations


Presentation on theme: "Virkni í fjarkennslu og fjarnámi Þuríður Jóhannsdóttir Byggt á samvinnu við Allyson Macdonald Fjölbrautaskólinn Ármúla 21. ágúst 2003."— Presentation transcript:

1 Virkni í fjarkennslu og fjarnámi Þuríður Jóhannsdóttir Byggt á samvinnu við Allyson Macdonald Fjölbrautaskólinn Ármúla 21. ágúst 2003

2 Í leit að góða fjarkennaranum Finnsk rannsókn 1995-1999 – Kirsi Tirri & Anne Nevgi (2000) In search of a good virtual teacher. 28 kennarar og 412 stúdentar í Helsinki Virtual Open University Nemendur töldu fagþekkingu í kennslugrein vera mikilvægasta eiginleika kennarans Kennarar töldu skýra framsetningu og uppbyggingu námsefnisins vera mikilvægasta í fjarkennslu – í 2. sæti hjá nemendum Nemendur mátu meira gagnrýna endurgjöf en jákvæðni og hrós í endurgjöf en kennnarar öfugt Kennarar töldu alúð mikilvægari í fari kennara en nemendur Nemendur kusu málefnaleg (businesslike) samskipti um námið fram yfir persónuleg

3 Góði fjarkennarinn Er vel að sér í sínu fagi Undirbýr og setur fram vel skipulagt námsefni fyrir nemendur. Nemendur taka málefnaleg samskipti fram yfir vingjarnleg og persónuleg samskipti Kennarar telja alúð og hvatningu mikilvæga í fjarkennslu

4 Nemendur segja í opnum svörum: Mikilvægustu eiginleikar góðs fjarkennara eru í forgangsröð: 1. skýrleiki í framsetningu ritaðs máls 2. að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda 3. að vera hvetjandi í samskiptum við nemendur 4. að kennari sé frjór og leitandi og forvitinn og hafi hugrekki til að spyrja spurninga 5. færni í netkennslu, tæknikunnátta

5 Tækninýjungar – nýting og rannsóknir Finnar komnir langt í nýtingu og rannsóknum Íslendingar duglegir að nota UST Við ekki komin langt í rannsóknum NámUst- verkefnið http://namust.khi.ishttp://namust.khi.is Hófst haustið 2002 Rannsókn á hvað notkun UST hefur í för með sér fyrir nám og kennslu frá leikskóla til háskóla Tilgangur NámUST-verkefnis er að skoða möguleika sem notkun upplýsingatækni opnar fyrir nám og kennslu. Til þess er þörf á að vita meira hvað slíkt nám felur í sér og hver er þekkingarlegur ávinningur af að taka slíkt nám upp. Alls hafa 17-19 manns tekið þátt sem rannsakendur.

6 Fjarnám er m.a. til rannsóknar: M.Ed. Ritgerð Kristínar Guðmundsdóttur um tengsl námsformsins fjarnáms og námsstíls nemenda. Anna Ólafsdóttir: M. Ed ritgerð um mat á áhrifum UST á Háskólann á Akureyri Ásrún Matthíasdóttir, Michael Dal og Samuel Lefevier hafa lagt spurningalista fyrir í framhaldsskólum þar sem er sérstakur kafli um fjarkennslu og fjarnám Þuríður rannsakar fjarnám og fjarkennslu við KHÍ og tengsl við þarfir skóla á landsbyggðinni

7 Námskenningar Hafa áhrif á hvernig við vinnum sem kennarar Kennslufræði byggir á námskenningum Eitt sinn var litið á atferlisstefnuna sem hina einu sönnu námskenningu (sbr. Kennsluvélar Skinners) Hlutverk kennara er þá að miðla fróðleik sem hann hefu náð sér í til nemenda sinna Enn sterk hugmynd í kennslu að nám sé fyrst og fremst yfirfærsla á þekkingu Hugsmíðahyggja leggur áherslu á að nám sé uppbygging þekkingar sem ekki gerist nema nemandinn sé virkur þátttakandi í námsferli

8 YfirfærslaHugsmíðahyggja Þekking er ákveðið safn upplýsinga sem skal yfirfæra frá texta eða kennara til nemanda Þekking þróast við túlkun sem byggist upp við umræður Litið er á texta og kennara sem handhafa sannleika og þann sem valdið hefur Allir hafa sérþekkingu sem þeir geta lagt til, þörf er á rökum og gögnum sem styðja þau Atferlisstefna Hugsm í ðahyggja Gagnavinnsla F é lagsleg hugsm í ðahyggja

9 YfirfærslaHugsmíðahyggja Kennslan er byggð upp á endurtekningum og æfingum, með áherslu á að tileinka sér þekkingu Kennarar hvetja til þess að þekking sé nýtt við raunverulegar aðstæður og yfirfærð í stærra samhengi Nemendur vinna sjálfstætt Nemendur vinna saman sem félagsheild í náminu

10 Athafnakenningin (Activity Theory) Byggir á félagslegri og menningarbundinni sýn á nám (socio-cultural approach) rætur í skóla rússneskra fræðimanna á borð við Lev Vygotsky og Mikhail Bakhtin Um gildi tungumálsins sem verkfæris til náms Um gildi samskipta í uppbyggingu þekkingar Um hlutverk verkfæra í þróun mannsins Af sama skóla og félagsleg hugsmíðahyggja (social constructivism)

11 Athafnakenningin (Activity Theory) Michael Cole og Yrje Engeström Talsmenn hafa þróað líkan til að greina starfsemi í flóknu kerfi T.d. hvernig nám fer fram í skóla eða á vinnustað Athafnir þátttakenda eru greindar í samhengi við Tilgang eða markmið athafna Verkfæri, tól eða hjálpartæki sem notuð eru Menningu og félagslegt samhengi Verkaskiptingu Reglur sem unnið er samkvæmt Líkanið má líka nota sem hjálpartæki við skipulagningu fjarkennslu eða fjarnáms

12 Greiningarlíkan athafnakenningarinnar sjá t.d. http://www.edu.helsinki.fi/activity/pages/chatanddwr/activitysystem/ http://www.edu.helsinki.fi/activity/pages/chatanddwr/activitysystem/ Viðfang/athöfn gerandi verkfæri verkaskipting reglur samfélag

13 Athafnir kennara í fjarkennslu athafnir hans eru til þess ætlaðar að stuðla að námsárangri nemandans Hann notar nettengda tölvu sem verkfæri (til viðbótar við bækur og annað prentað námsefni sem hann notar venjulega) Kennsla hans er hluti af stærra menningarlegu og félagslegu samhengi Það sama ætti að gilda um virkni/athafnir nemenda

14 Hlutverk fjarkennara? Mótast af hugmyndum kennara um hvað nám felur í sér – sbr. Námskenningar Vygotksy – um mikilvægt hlutverk kennara og duglegri samnemenda á þroskasvæði nemenda Ekki ‘guide on the side’ – heldur ‘guided by an expert’ Athöfnum kennara má líkja við stillansa eða vinnupalla (scaffolding), nemendur fá stuðning við námsverkefnin – nota tiltæk verkfæri á netinu Kennarinn er í senn sérfræðingur á sínu sviði og samstarfsmaður nemenda sem leiðir þá inn í vinnubrögð og menningu fagsins

15 Hugsa um nám og kennslu hvert fyrir sig Nám fer ekki endilega fram þó kennari sé virkur við kennslu Markmið kennslu eru að leiða til náms Grera greinarmun á námi sem virkni/athöfn og námi sem árangri Nám-sem-athöfn getur tekið á sig mörg mismunandi form – kennari getur haft áhrif á það Námi-sem-árangri má líkja við málalok sem kennslan stefnir að

16

17 Kennslulíkan Allyson Macdonald – óháð kenningum um nám Innihald Fræðigrein Tengdar greinar Námskrá Markmið Hugtök Færni Viðhorf o.fl Kennsluathafnir Undirbúningur, skipulagning Samskipti við nemendur - innlegg - fræðsla - leiðbeiningar um lestur - leiðbeiningar um verkefnavinnu - umræðustjórn - svara spurningum nemenda - leiðrétta misskilning Námsmat - með orðum - með táknum eða tölum - verkleg kunnátta - skrifleg eða munnleg - verkmöppumat (t.d. digital portfolios) - frammistöðumat - meta afurð og/eða ferli - jafningjamat - sjálfsmat t.d. ferilbók Upphafs- ástand nemenda Fyrra nám og reynsla Skilningur á innihaldi Áhugi Leikni Námsstíll Geta o fl. Nám-sem-athafnir Verkefni - glósur og skráning - umræður - athuganir - dæmi - lestur og íhugun Heimanám Vettvangsferðir Nám-sem-árangur Skilningur – nýr eða breyttur Áhugi Leikni - færni Geta - hæfni Breyttar hugmyndir um veruleika Ný þekking

18 Undirbúa fjarnám Innihald Fræðigrein Tengdar greinar Námskrá Markmið Hugtök Færni Viðhorf o.fl Upphafs-ástand nemenda Fyrra nám og reynsla Skilningur á innihaldi Áhugi Leikni Námsstíll Geta o fl. Skipuleggja námsumhverfi á netinu sem umgjörð fjarnáms og kennslu Kynna sér möguleika og takmarkanir vefkennslukerfisins Vega og meta hvaða tiltæk tól hann vill nota við kennslu sína Taka mið af upphafsástandi nemenda t.d. mismunandi námsstíl – texti, hljóð, myndir

19 Upphafsástand nemenda Kanna afstöðu, þekkingu og skilning nemenda þegar komið er að nýju námsefni ( rannsóknir Ausubel á 8. og 9. tug síðustu aldar) Forhugmyndir nemenda í stærðfræði og náttúrufræði sérstaklega athugaðar Nú talið mikilvægt að taka tillit til forhugmynda í öllum greinum Að koma til móts við nemendur með ólíkan bakgrunn er krafa samtímans Ekki síst í fjarnámi má reikna með breidd í nemendahópi

20 Kennsluathafnir á netinu Bein fræðsla eða innlegg Stuðningur við lestur Leggja fyrir verkefni Leiðbeina við verkefnavinnu Svara spurningum nemenda Leiðrétta misskilning Vekja áhuga nemenda Hvetja nemendur til dáða Stýra umræðum Nám-sem-athafnir Verkefni - glósur og skráning - umræður - athuganir - dæmi - lestur og íhugun - svara spurningum – orða skilning sinn - gera ritgerð eða skýrslu - læra utanbókar Lausnamiðað nám; PBL Vettvangsferðir

21 Hvernig á að koma þessu fyrir í fjarkennslu á neti? Mikilvægt að reyna að skilja hvers konar athafnir kennara eru best til þess fallnar að styðja nám Á hvern hátt tæki og tól sem UST býður upp á nýtast Kennarar þurfa að þekkja vefkennslukerfið Kennarar þurfa að kunna að nýta möguleika Internetsins Fljótlegt og ódýrt aðgengi að efni t.d. í gagnabönkum – kennarar geta stutt nemendur með tenglasíðu í gott efni. Hraðvirk leit – kenna nemendum að leita og meta gæði Möguleiki til að birta efni bæði texta og á margmiðlunarformi Fjölþættir samskiptamöguleikar

22 Nám-sem-athöfn á netinu Nemandinn ber ábyrgð á og hefur stjórn á eigin námi Áhersla á námsferlið og að nemendur tengi vinnubrögð í námsferli við árangur Virkni er lykilatriði við uppbyggingu þekkingar Mikilvægt að nemendur vinni verkefni sem gera þau sýnileg í námshópi sínum á netinu Birta afrakstur á neti – nemendur kynna verkefni sín þar eins og í skólastofu Fjarnemum finnst skipta máli að tilheyra hópi og hafa af því bæði félagslegan og námslegan stuðning

23 Um samskipti kennara og nemenda Það vantar bæði tón og líkamstjáningu Athuga möguleika á að vista tal á vef. T.d. ppt Nemendur upplifa oft gagnrýni sem mjög beinskeytta og óþægilega þegar hún berst þeim í formi texta á skjá án svipbrigða eða tóns. Samskipti geta orðið persónulegri með tölvusamskiptum. Of persónuleg samskipti við nemendur geta orðið vandamál

24 Samskipti á opnu svæði Vefkennslukerfið/vefumhverfið er eins og skólastofa – þar fara samskipti nemenda og kennara fram á opinberu svæði Tölvupóst og síma ætti þá að nota til samskipta um einkamál Hvetja ætti nemendur til samvinnu um nám Benda ætti nemendum á gildi félagslegs stuðnings samnemenda

25 Samvinnunám á netinu Rannsóknir benda til að samvinnunám sé líklegra til að leiða til virkni en einstaklingsnám Efla samskipti og samvinnu nemenda á netinu Skapa aðstæður sem stuðla að samvinnu Samræða á netinu er góð leið til að dýpka skilning Kennarar og nemendur átti sig á gildi samræðu að orða hugsun sína og fá svörun er mikilvægur liður í sköpun merkingar Muna að vandamál geta komið upp í hópvinnu s.s. ‘Free-rider’ vandi þegar nemendur fljóta með í hóp án þess að vinna nokkuð Ráð að láta nemendur halda dagbækur um vinnuferlið

26 Námsmat - með orðum - með táknum eða tölum - verkleg kunnátta - skrifleg eða munnleg - verkmöppumat (t.d. stafrænar möppur) - frammistöðumat - meta afurð og/eða ferli - jafningjamat - sjálfsmat t.d. ferilbók Nám-sem-árangur Skilningur – nýr eða breyttur Áhugi Leikni - færni Geta - hæfni Breyttar hugmyndir um veruleika Ný þekking Sjálfsmynd Frumkvæði Skapandi hugsun

27 Mat og námsárangur Hefðbundið formlegt námsmat metur örlítinn hluta af námsárangri nemenda Of margar ákvarðanir eru teknar á grundvelli þess Beita fjölbreyttum námsmatsaðferðum Að meta virkni þegar nám er byggt á virkni Leitast við að tengja vinnubrögð og árangur Skoða kosti þess að safna afrakstri námsins í stafrænar möpppur á netinu sbr. Salvör og fleiri

28 Nokkrar heimildir Wilson, Brent and David Peal. 2001. Activity theory and web-based training. http://ceo.cudenver.edu/~brent_wilson/acttheory.htmlhttp://ceo.cudenver.edu/~brent_wilson/acttheory.html Jonassen, David H. And Lucia Rohrer-Murphy. 1999. Activity Theory as a Framework for Designing Constructivist Learning Environments. http://www.exploratorium.edu/IFI/resources/museumeducation/situat ed.html http://www.exploratorium.edu/IFI/resources/museumeducation/situat ed.html Dabbagh, Nada. 2003. Scaffolding: An Important teacher competency in online learning. TechTrends; Wasington, volume 47, issue 2 sjá Proquest McLoughlin, C o.fl. 2000. Supporting Constructivist learning through Learner Support On-line. http://users.edte.utwente.nl.winnips/papers/support.html http://users.edte.utwente.nl.winnips/papers/support.html Sceurman, Geoffrey. 1998. From behaviourist to constructivist teaching. Social Education. Vol 62. Issue 2 sjá Proquest


Download ppt "Virkni í fjarkennslu og fjarnámi Þuríður Jóhannsdóttir Byggt á samvinnu við Allyson Macdonald Fjölbrautaskólinn Ármúla 21. ágúst 2003."

Similar presentations


Ads by Google