Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Tannrótarbólga María Kristinsdóttir
2
Þurfum við nokkuð að þekkja tannrótarbólgu?
Tannlækningar Sérhæfing- gleymum stundum heildarmyndinni Hvenær á að senda fólk/börn til tannlæknis? Tannrótarbólgur eru vissulega á sviði tannlækninga. Eins og við höfum komist að þá leitar fólk til BMT barna þegar börnin fá einkenni tannrótarbólgu. Það er að vissu leyti eðlilegt að við, sem erum menntuð í læknisfræði hugsum um það sem er okkur næst. Barn sem kemur inn með verk í andliti, jafnvel bólgu í andliti hugsum við fyrst um það sem við þekkjum t.d. neuralgiu eða sinusit. En við, eigum það stundum til að gleyma einni stórri stétt heilbrigðisstarfsmanna sem sem sér um eitt það stærsta í andlitinu, tannlæknum. Kannski er það vegna þess að tannlæknar vinna ekki samhliða okkur á sjúkrahúsinu og að í náminu okkar er lítil sem engin kennsla eða umræða um tannsjúkdóma. Við eigum allaveganna stundum í svolítilli hættu á að gleyma heildarmyndinni. Ég er þess vegna á því að við þurfum að þekkja einkenni og greiningu tannsjúkdóma á borð við tannrótabólgu til þess að við getum komið börnunum í réttar hendur svo að skaðinn verði sem minnstur og kvölin verði sem styst.
3
Ég ætla að byrja á því að fara aðeins í uppbyggingu tanna, anatómíuna og pathogenesuna.
Tennur (eða tannbeinin) eru búnar til úr dentini sem er raðað upp í tubulur. Þetta efni er kalkríkara en venjulegt bein og er því sterkara. Glerungur hylur krónuna. Cementum hylur dentinið (tannbeinið) fyrir neðan krónuna. Periodontal ligamentið er síðan áframhald af tannholdinu og mjúkt. Miðlar því að tönnin getur dúað ofan í tannstæðinu t.d. við það að bíta í e-ð. Tannholið geymir síðan taugar og æðar.
4
Tilurð tannrótarbólgu.
Tannskemmd sem opnar leið f. sýkla niður í tannholið. Mergurinn (pulpan) sýkist og hún brýtur sér leið niður í rót. Tannholdsbólga. Tannhold (gingiva) losnar frá tönninni sjálfri og sýklar setjast að í skorunni á milli tannar og periodontal ligaments. Sýklar skríða síðan niður eftir rótinni og sýkja hana. Tannrótarabcessinn sem myndast er ekki osteit heldur myndast innan periodontal ligaments. En vissulega getur ligamentið rofnað ef stór abcess og við fengið osteit/osteomyelit. Diabetes mellitus, rheumatoid arthritis og sjúkdómar m. neutropeniu auka áhættu á tannrótarbólgu og öðrum tannsjúkdómum.
5
Hvaða bakteríur eru þetta sem eru að valda tannrótarbólgu?
Streptococcus viridans er hópur alfa-hemolytískra, low virulent baktería. Þessi hópur er veldur flestum periodontal sýkingum og abcessum. Abcessar eru þó oftast með blandaðri flóru Streptococca t.d. er lactobacillus og fleiri anaerobar algengir í abcessunum. .
6
Einkenni Ofurviðkvæmar tennur Sár og stöðugur verkur í andliti
hliðina á nefi jafnvel inn í andlit Bólga og bjúgur í kinn og upp að augntótt Kjálkaverkur, bjúgur og bólga undir og meðfram kjálka ef neðri tanngarður Kúla í tannholdi (abcess) Byrjunareinkenni tannrótarbólgu er oftast hægt vaxandi sársauki í tönninni sem getur versnað við hita og/eða kulda. Síðan verður verkurinn aggressívari, stöðugri og tönnin sem er affecteruð verður ákaflega viðkvæm. Svo viðkvæm að það má ekki snerta hana. Verkurinn er v. þrýstings á taugarnar sem þar liggja og er því stöðugur og fer ekki fyrr en búið er að fjarlægja abcessinn. Verkurinn fylgir tauginni og því getur presentationin á verkinum verið logandi sviði í við hliðinni á nefinu og yfir maxillary sinus þar sem tauginn fer inn í cranium um foramen infraorbitale Verkurinn þarf ekki endilega að leiða ofan í tönnina sjálfa sem getur villt um fyrir bæði sjúklingunum sjálfum og okkur. Abcessinn er fyrir ofan tönnina og þrýstir faktískt séð meira á taugina ofan við tönnina heldur en ofan í tönnina sjálfa. Mikil bólga fylgir þessu og bjúgur og getur það orðið til þess að andlitið virðist alveg tvöfalt þeim megin sem bólgan er. Þetta er oft dramatísk presentasjón sem veldur ótta hjá foreldrum. Ef abcessinn er í mandibulu þá getur hann leitt upp í temporomandibular liðinn þannig að auðvelt er að misgreina verkin sem arthrit
7
Greining Banka lauslega í tennur Rtg af tönnum CT MRI
t.d. með tunguspaða finna tönnina sem er viðkvæmust Rtg af tönnum Biteview imaging CT MRI sérstakl. ef sýking er stór og útbreidd Einnig er gott að slá í aðlægar tennur til að athuga hvort að abcessinn sé einskorðaður við eina tönn eða hvort fleiri tennur eru affecteraðar. Einnig þarf að taka rtg. af tönnum til að fá fullnaðargreiningu. Það er best gert hjá tannlækni. Stórar rtg. myndir af cranium sýna sjaldnast abcessana.
8
Ddx Trigeminal neuralgia Sinusit Temporomandibular arthrit
stuttir, afar sárir, paroxysmal verkir nokkrar sek upp í 2 mín. Refractory tími á milli byrjar skyndilega trigger punktar afmörkuð tanneymsli sjaldgæf Sinusit verkur meira lateralt ekki stöðugur brennandi verkur Temporomandibular arthrit Mígreni og Cluster headaches presentera stundum sem andlitsverkur frekar en höfuðverkur eða retro-orbital verkur. Trigeminal neuralgia: Við það að banka í tennurnar eru allar tennurnar annað hvort jafnviðkvæmar eða ekki viðkvæmar.
9
Meðferð Senda til tannlæknis- drenera abcess Sýklalyfjameðferð
Pencillín (Kävepenin) p.o. allt að 5,2g/dag Erythromycin p.o. ef ofnæmi f. pencillíni Verkjameðferð Klemmuverkur bregst afar illa við hefðbundnum verkjalyfjum (NSAIDs, paracetamol, ópíóíðar) Staðdeyfing (xylocain) dugar skammt Meðferð: Senda til tannlæknis. Einnig hægt að gefa sterkari og breiðvirkari sýklalyf en skv. konsúlti við tannlækni þá er sjaldnast þörf á því því það er langoftast strep. viridans sem veldur og hann er næmur fyrir gamaldagspencillini. Allavegann á Íslandi. Skv. Up to date er þó sýklalyfjaónæmi orðið það mikið að þeir ráðleggja ampicillin eða clindamycin. Per os meðferð nægileg. Iv. meðferð ef complicationir. Verkjameðferð dugar illa, staðdeyfing dugar lítið sem ekkert.
10
Meðferð (frh) Borað niður í rót og abcess losaður Skolun m. KOH
Bráðabirgðarrótfylling ef necrosis stundum opinn gangur í nokkra daga (dren) Barnatennur: bara farið ofan í krónuna og abcess skafinn burt ef dugar ekki þá fjarlægja tönn Varanleg rótarfylling eftir 1-3 mánuði þegar fullvíst er m. rtg.mynd að sýking sé horfin
11
Complicationir Necrosis Hematogenous útbreiðsla Osteomyelit
tönnin deyr gerist frekar fljótt Hematogenous útbreiðsla bacterial endocarditis sepsis Osteomyelit Abcess brýtur sér leið úr munnholi deep space of neck infection necrotizing fascitis meningit subdural empyema necrotizing mediastinitis Hematogenous útbreiðsla hiti eitt helsta einkennið. Það er hérna sem að við í raun förum að sjá um börnin og gefum pencillín í æð. Alvarlegar komlicationir eru sem betur fer afar afar sjaldgæfar í vestrænu þjóðfélagi.
12
Spurningar? Takk fyrir!
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com Inc.
All rights reserved.