Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Stúdentarapport 2. des 2009 Þorbjörg Karlsdóttir

Similar presentations


Presentation on theme: "Stúdentarapport 2. des 2009 Þorbjörg Karlsdóttir"— Presentation transcript:

1 Stúdentarapport 2. des 2009 Þorbjörg Karlsdóttir
Dópamín Stúdentarapport 2. des 2009 Þorbjörg Karlsdóttir

2 Hvað er það? C8H11NO2 Catecholamín – hefur bæði virkni sem taugaboðefni og neurohormón. Fyrirrennari adrenalíns og noradrenalíns. Framleitt víðsvegar í heilanum, m.a. substantia nigra og ventral tegmental area. Einnig framleitt í medulla í nýrnahettum.

3 Hvað gerir það? Í heilanum verkar dópamín á dópamín viðtakana, D1-5.
Dópamínergískar brautir í heilanum eru taldar vera átta allt í allt en fjórar þeirra taldar mestu máli skipta: Mesocortical braut tengir ventral tegmental area (VTA) við frontal cortex. Mesolimbic braut tengir VTA við nucleus accumbens. Báðar hafa tengsl við schizophreniu. Nigrostriatal braut liggur frá subst. nigra til striatum og hefur tengsl við Parkinson’s sjúkd. Tuberoinfundibular braut tengir hypothalamus og heiladingul. Tengist hyperprolactinemiu. Er talið hafa hlutverki að gegna við nám, þar sem umbun er tengd við eitthvað athæfi eða atburð. Gegnir ýmsum hlutverkum, m.a. við hegðun og vitræna getu, sjálfráðar hreyfingar, svefn, skap, athygli, hvatningu og umbun. Hefur einnig hamlandi áhrif á prólaktín framleiðslu.

4 Dópamínergískar brautir

5 Hvað gerir það? Áhrif á hreyfingar: Í gegnum dópamín viðtakana í striatum leiðir það til þess að hreyfingar verða mjúkar og controlleraðar. Áhrif á vitræna getu: Í frontal cortex stjórnar dópamín flæði upplýsinga annars staðar frá í heilanum. Hefur áhrif á minni og athygli. Áhrif á prólaktín framleiðslu: Hemur framleiðslu prólaktíns í heiladingli. Áhrif á hreyfingar: Í gegnum dópamín viðtakana hamlar það indirect pathway í basal ganglia og hvetur direct pathway. Ef of lítið framleitt verður úr Parkinsons. Áhrif á vitræna getu: Í frontal cortex stjórnar dópamín flæði upplýsinga annars staðar frá í heilanum. Hefur áhrif á minni og athygli. Minnkuð þéttni dópamíns hér er talið valda m.a. ADHD, útskýrir hvers vegna örvandi lyf sem auka þéttni dópamíns hafa góð áhrif á sjúkdóminn. Hér virka mörg antipsychotísk lyf sem dópamín antagónistar. Áhrif á prólaktín framleiðslu: Hemur framleiðslu prólaktíns í heiladingli. Án dópamíns er stöðug framleiðsla prólaktíns í prólaktínseytandi frumum í medial eminence í heiladingli.

6 Hvað gerir það? Tengist vellíðunarstöðvum heilans, hefur áhrif á virka skilyrðingu. En ef til vill mest áhrif á löngun og motivation. Tengist einnig sársaukaskyni. Psychosa og schizophrenia tengjast of mikilli virkjun á D2 viðtakanum. Er losað við áreiti sem veitir vellíðan, t.d. Að borða, kynlíf o.s.frv.. En einnig við áreiti sem við höfum lært að tengja við vellíðan. Kókaín og amfetamín koma í veg fyrir endurupptöku dópamíns í heilanum og auka þannig styrk þess. Minnkuð dópamínframleiðsla tengist sársaukafullum einkennum sem sjást t.d. Í Parkinsons sjúkd en líka í t.d. Restless leg syndrome. Sýnt fram á tengsl við fíkn. Bæði gömlu og nýju anti-psychotísku lyfin eru dópamín antagónistar – hafa þannig aukaverkanir líka.

7 Hvernig má nota það? Dópamín sem gefið er periphert kemst ekki yfir blóð-heila þröskuldinn. Við Parkinsons sjúkdómi er notað forefni dópamíns, L-dópa sem kemst yfir blóð-heila þröskuld og breytist þar í dópamín.

8 Hvernig má nota það? Dópamín sem gefið er perifert er inotrop og chronotrop lyf, hefur áhrif á adrenerga taugaviðtaka. Verkun þess er skammtaháð. Í skömmtum frá 1-2 µg/kg/mín veldur það vasodilatation og etv auknum GFR. Í skömmtum frá 5-10 µg/kg/mín virkar það líka á β1 adrenerga viðtaka og eykur cardiac output. Í skömmtum sem eru stærri en 10 µg/kg/mín virkar það sem pressor v. áhrifa á alfa adrenerga viðtaka. Í minnstu skömmtunum hefur það aðallega áhrif á dópamín viðtaka í nýrum, heila, mesenterium og kransæðum. Í skömmtum frá 5-10 veldur það auknu cardiac output með því að hafa áhrif á stroke volume. Aðeins aukinn SVR sem veldur örlítilli hækkun á MAP. Í hæstu skömmtunum veldur það vasoconstriction og hækkar þannig MAP. Þarf að vita af skammtaháðri verkun lyfsins þegar það er gefið. Venjulega er dópamín notað í sjúklingum sem eru hypotensífir vegna sepsis eða hjartabilunar. Þá er oftast byrjað á skammti sem er 2 míkróg/kg/mín og svo títrerað upp. Venjulegur skammtur er milli 2 og 20 míkróg/kg/mín.


Download ppt "Stúdentarapport 2. des 2009 Þorbjörg Karlsdóttir"

Similar presentations


Ads by Google