Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Lehninger Principles of Biochemistry Pentose Phosphate Pathway

Similar presentations


Presentation on theme: "Lehninger Principles of Biochemistry Pentose Phosphate Pathway"— Presentation transcript:

1 Lehninger Principles of Biochemistry Pentose Phosphate Pathway
David L. Nelson and Michael M. Cox Lehninger Principles of Biochemistry Fourth Edition Chapter 14: Glycolysis, Gluconeogenesis, and the Pentose Phosphate Pathway Copyright © 2004 by W. H. Freeman & Company

2 Hvert er hlutverk þess og hvar gerist það?
Hvað er pentósaferli? Hvert er hlutverk þess og hvar gerist það? Glúkósi er oxaður, NADPH og pentósafosfat myndast – ferlið er ekki orkugæft Ferlið leggur til NADPH til afoxandi efnasmíðar, t. d. fitusýrusmíðar, kólesterólsmíðar og umbreytinga lyfja og aðskotaefna NADPH er einnig notað til oxunarvarna, m. a. með því að viðhalda glútaþíóni á afoxuðu formi Ferlið leggur til ríbósa til smíðar á kjarnsýrum og kóensímum

3 Hvar gerist pentósaferli?
Ferlið gerist í frymi Ferlið er mjög virkt í fituvef og lifur Ferlið er einnig virkt í rauðum blóðfrumum og í auga, en oxunarskrefin eru lítt virk í vöðva

4 Hvernig gerist pentósaferli?
Skipta má pentósaferli í tvennt: oxunarskref og uppstokkunarskref Öll millistigsefni ferlisins eru einsykrufosföt

5

6 Oxunarskref pentósaferlis
Oxunarskrefin eru þrjú, en heildarjafna þeirra er: G-6-P NADP+ + H2O → pentósa-P + 2 NADPH + H+ + CO2 Fyrsta ensímið er glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasi

7

8

9

10

11 Uppstokkunarskref pentósaferlis
Millistigsefni í uppstokkunarskrefum eru sykrufosföt með 3, 4, 5, 6 og 7 kolefnisatóm Heildarjöfnu uppstokkunarskrefa má lýsa svo: 6 pentósa-P ↔ 5 hexósa-P

12 Hvernig gerast uppstokkunarskrefin?
Ketósafosfat hvarfast við aldósafosfat Ketósafosföt styttast, aldósafosföt lengjast Ensímið transketólasi flytur 2ja C-einingu Ensímið transaldólasi flytur 3ja C-einingu Önnur nauðsynleg ensím eru úr glýkólýsu og nýmyndun glúkósa Einnig ísómerasar (aldósi ↔ ketósi) og epimerasar (aldósi ↔ aldósi, ketósi ↔ ketósi)

13

14

15

16 Ísómerasar í pentósaferli
Hvarfagangur ísómerasa er sami og þegar glúkósa-6-fosfat hvarfast í frúktósa-6-fosfat og þegar díhýdróxýasetónfosfat hvarfast í glýseraldehýð-3-fosfat í glýkólýsuferli En-díól er millistigsefni í öllum tilvikum

17 Smáatriði eða stóru línurnar?
Ekki er þörf á formúlukunnáttu til að lýsa uppstokkunarskrefum eða skilja þau

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27 Hve mikill hluti glúkósa
fer eftir oxunarskrefum pentósaferlis? Ísótópatilraunir sýna hvort glúkósi fer eftir glýkólýsu eða pentósaferli Pentósaferli: C-1 á glúkósa losnar sem CO2 Glýkólýsa: C-1 og C-6 eru jafngild Nokkuð erfitt er að túlka slíkar ísótópatilraunir Oxunarskrefin eru lítt virk í vöðva, en uppstokkunarskrefin gerast þar Um 30-50% glúkósa í fituvef og lifur eru talin ganga inn í oxunarskref pentósaferlis

28 Glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasaskortur
Þetta ensím erfist kynbundið í rauðum blóðfrumum, en á öðrum litningi í öðrum vefjum Skert virkni á þessu ensími er nokkuð algeng meðal karlmanna af afrískum uppruna, en einnig í körlum frá Miðjarðarhafslöndum Yfirleitt eru þeir einkennalitlir, en þola illa mörg lyf, einkum lyf við malaríu, en einnig súlfalyf Afleiðingar eru rauðkornarof (haemolysis), blóðleysi og gula

29 Glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasaskortur 2
Mörg lyf afoxast af völdum glútaþíóns Ef virkni ensímsins minnkar, skerðast oxunarvarnir rauðu blóðfrumunnar Þetta leiðir til oxunarálags á frumurnar og þeim er eytt Talið er að malaríusníkillinn reiði sig á glútaþíónframleiðslu í rauðum blóðfrumum Skert glútaþíónframleiðsla minnkar lífsmöguleika sníkilsins Þeir sem hafa skerta virkni þessa ensíms, eru taldir hafa meiri vörn gegn malaríu

30

31 Stýring pentósaferlis
Oxunarskrefin í heild eru ógagnhverf vegna dekarboxýleringar. Uppstokkunarskrefin eru í heild gagnhverf, þ. e. sex pentósar geta breyst í fimm hexósa og fimm hexósar geta breyst í sex pentósa. Upphafsskref oxunarskrefa er stýriskref þeirra Uppstokkunarskrefum er stýrt af framboði og eftirspurn

32 Pentósaferli

33 Sykruflæði í pentósaferli fer eftir þörfum
fyrir NADPH, ríbósa-5-fosfat og ATP Það fer eftir þörfum líffæra og vefja fyrir NADPH afoxandi efnasmíð: fitusýrusmíð, kólesterólsmíð, oxunarvarnir: viðhald afoxaðs glútaþíóns og ríbósafosfat (til kjarnsýru- og kóensímasmíðar), í hvaða átt sykruflæðið er. Jöfnurnar eru ekki til að læra þær, frekar til að átta sig á því sem er að gerast.

34 •1. Jafnmikil þörf er á ríbósa-5-fosfati og NADPH
Heildarjafnan er: Glúkósa-6-fosfat + 2 NADP+ + H2O → ríbósa-5-fosfat NADPH + 2 H+ + CO2 Oxunarskref eru notuð til þess að framleiða NADPH og ríbúlósa-5-fosfat Pentósafosfatið sem myndast í oxunarskrefunum er ríbúlósa-5-fosfat Það ísómeriserast í ríbósa-5-fosfat í einu skrefa uppstokkunarferlisins

35 Uppstokkunarskref koma ekki við sögu að öðru leyti
Þetta gerist t. d. í lifur, þar sem er próteinsmíð, fitusýrusmíð og þörf á oxunarvörnum Lifrin notar einnig NADPH til hýdoxýleringa lyfja og aðskotaefna í sýtókróm P-450 kerfinu

36 •2. Meiri þörf er á ríbósa-5-fosfati en NADPH
Heildarjafnan er: 5 glúkósa-6-fosfat + ATP → 6 ríbósa-5-fosfat + ADP + H+

37 Uppstokkunarskref eru notuð til þess að breyta
frúktósa-6-fosfati og glýseraldehýð-3-fosfati, sem eru tekin úr glýkólýsuferli, í ríbósa-5-fosfat Oxunarskref koma ekki við sögu Þetta gerist t. d. í vöðva þar sem mikil próteinsmíð fer fram

38 •3. Miklu meiri þörf er fyrir NADPH en ríbósa-5-fosfat
Glúkósa-6-fosfat fulloxast í koldíoxíð í ferlinu Heildarjafnan er: Glúkósa-6-fosfat NADP H2O → 6 CO NADPH + 12 H+ + Pi

39 Oxunarskref eru notuð til þess að
framleiða NADPH og ríbúlósa-5-fosfat Uppstokkunarskref eru notuð til þess að breyta öllu ríbósa-5-fosfati í glúkósa-6-fosfat Þetta gerist t. d. í fituvef sem notar NADPH til afoxandi efnasmíðar og í hornhimnu augans sem notar NADPH til oxunarvarna

40 •4. Miklu meiri þörf er fyrir NADPH en ríbósa-5-fosfat
Einnig er þörf á ATP Glúkósa-6-fosfat hvarfast í pýrúvat Heildarjafnan er: 3 glúkósa-6-fosfat NADP NAD Pi ADP → 5 pýrúvat + 3 CO NADPH + 5 NADH + 8 ATP + 2 H2O + 8H+

41 Oxunarskref eru notuð til þess að framleiða
NADPH og ríbúlósa-5-fosfat Uppstokkunarskref eru notuð til þess að breyta ríbósa-5-fosfati í frúktósa-6-fosfat og glýseraldehýð-3-fosfat, sem ganga inn í glýkólýsuferli Pýrúvat og NADH má nota til meiri ATP myndunar, eða afoxa pýrúvatið í laktat með NADH Þetta gerist t. d. í rauðum blóðfrumum og augasteini, þar sem er þörf á orku og oxunarvörnum


Download ppt "Lehninger Principles of Biochemistry Pentose Phosphate Pathway"

Similar presentations


Ads by Google