Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun Flensborgarskóla 14. september 2007 Hverjum þjónar námsmat? Rósa Maggý Grétarsdóttir íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð
2
14. sept. 2007 Rósa Maggý 2 Námsmat (e. Assessment) Linn og Gronlund: Námsmat er almennt heiti sem felur í sér allar aðferðir sem notaðar eru til að safna upplýsingum um nám nemenda og móta matsniðurstöðu varðandi framgang þeirra í námi. (1997) Derek Rowntree: Í mínum huga er námsmat tilraun til að kynnast nemandanum og eðli og gæðum náms hans/hennar, þ.e. sterkum og veikum hliðum, áhugamálum og hvað henni líkar, hvað hvetur hana til náms og hvernig nálgast hún námið. (1999) Black og Wiliam: Við notum hið almenna hugtak námsmat um allt starf kennara – og nemenda þeirra sem lýtur að því að meta sjálfan sig – sem veitir upplýsingar sem hægt er að nota sem endurgjöf til að breyta kennslu og námi. Slíkt mat verður mótandi mat þegar niðurstöður eru notaðar til að aðlaga kennsluna að þörfum nemenda. (1998)
3
14. sept. 2007 Rósa Maggý 3 Tvær meginleiðir Mat á námi (Assessment of learning) samantektarmat eða yfirlitsmat sem fyrst og fremst er notað til þess að meta hvort nám hafi átt sér stað Mat til náms (Assessment for learning) leiðsagnarmat eða mótandi mat sem er ætlað að styðja við kennslu og auka gæði hennar og náms
4
14. sept. 2007 Rósa Maggý 4 Markmið námsmats Mat verður að gera meira en aðeins hjálpa okkur að flokka nemendur og gefa þeim einkunn. Mat verður að nota til að efla sjálfstraust nemenda og bæta eða leiða af sér bættan námsárangur (Stiggins, 2005).
5
14. sept. 2007 Rósa Maggý 5 Viðhorf íslenskukennara Hverjum þjónar matið? Hlutverk námsmats er fyrst og fremst að gefa samfélaginu fyrir utan skólann upplýsingar um stöðu nemandans. Nemandinn verður náttúrlega að vita hvernig hann stendur miðað við aðra og hvort hann hefur náð að koma þessu í kring sem hann ætlaði sér. Námsmat getur auðvitað verið partur af því að nemendur fái eitthvert feedback á það sem þau eru að gera.
6
14. sept. 2007 Sadler, P.M. & Good, E. (2006). The Impact of Self- and Peer-Grading on Student Learning. Educational Assessment, 11(1). 6 Kostir nemendamats Nemendamat m.a. sparar kennaranum tíma og flýtir endurgjöf. Dýpkar skilning nemenda á viðfangsefninu. Gerir nemendur meðvitaðri um eigið nám og þekkingu. Eykur samkennd nemenda í námsferlinu, nemendur þróa með sér jákvæð viðhorf til prófa sem endurgjöf en ekki refsingu fyrir hegðun sem á lítið skylt við námsmarkmið.
7
14. sept. 2007 Rósa Maggý 7 Viðhorf íslenskukennara til nemendamats Þetta er nú meira til gamans gert. Stúlkurnar eru samviskusamari, í öllu sem þær gera. Ég er alveg viss um að sjálfsmat er mjög hollt fyrir nemandann. Nemendur eru of ánægðir með eigin frammistöðu: Ég er frábær og æðisleg!
8
14. sept. 2007 Rósa Maggý 8 Viðhorfin þurfa að breytast Kennarar þurfa að treysta nemendum í auknum mæli til að meta eigin verk Nemendur þurfa að átta sig á gagnsemi sjálfsmatsins Almenningur þarf að breyta viðhorfum sínum til skólastarfs þ.m.t. til matsaðferða, próf eru ekki eina leiðin!
9
14. sept. 2007 Rósa Maggý 9 Heimildaskrá Black, P. and Wiliam, D. (1998b). Inside the Black Box: Raising Standards through Classroom Assessment. Phi Delta Kappan, 80(2), 139-148,. Tekið 16. mars 2007 af vefslóðinni: http://www.pdkintl.org/kappan/kbla9810.htm http://www.pdkintl.org/kappan/kbla9810.htm Cohen, M.A. & Leonard, S. (2001). Formative assessment: Test to teach. Principal Leadership (High School Ed.), 1(5), 32-35. Gusky, T.R. (2003). How classroom assessment improve learning. Educational Leadership, 60(5), 7-11. Linn, R.L. & Gronlund, N.E. (1997). Mælingar og mat í skólastarfi. Þýðing og staðfærsla Ólafur J. Proppé. Reykjavík: Bóksala kennaranema. Rowntree, D. (1999). Designing an assessment system. Á vefslóðinni: http://iet.open.ac.uk/pp/D.G.F.Rowntree/Assessment.html. http://iet.open.ac.uk/pp/D.G.F.Rowntree/Assessment.html Rósa Maggý Grétarsdóttir (2007). “Þú ert auðvitað alltaf að meta” Viðhorf íslenskukennara til námsmats. MA ritgerð við H.Í. Sadler, P.M. & Good, E. (2006). The Impact of Self- and Peer-Grading on Student Learning. Educational Assessment, 11(1). Stiggins, R.J. (1999). Evaluating classroom assessment training in teacher education programs. Educational Measurement: Issues and Practice, 18(1), 23-27. Stiggins, R. J. (2005). Student-Involved Assessment FOR Learning. Upper Saddle River, N.J : Merrill Prentice Hall. Trepanier-Street, M.L., NcNair, S. & Donegan, M.M. (2001). The views of teachers on assessment: A comparison of lower and upper elementary teachers. Journal of Research in Childhood Education, 15(2).
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com Inc.
All rights reserved.