Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

„. ég sé að megninu til um agamálin. hann er meira skapandi

Similar presentations


Presentation on theme: "„. ég sé að megninu til um agamálin. hann er meira skapandi"— Presentation transcript:

1 „. ég sé að megninu til um agamálin. hann er meira skapandi
„... ég sé að megninu til um agamálin ... hann er meira skapandi ...“ Teymiskennsla – tækifæri og áskoranir Spjall við kennara í Víðistaðaskóla, 2. september Ingvar Sigurgeirsson

2 Lítum fyrst á teymiskennsluna
Teymiskennsluhugtakið Afbrigði og útfærslur Kostir og gallar (sóknarfæri, hindranir, áskoranir) Hvað segja rannsóknir – dæmi Reynslan af innleiðingu teymiskennslu hér á landi

3 Hvers vegna er IS að fjalla um þetta efni?
Rannsóknin Starfshættir í grunnskólum (2009‒2013) náði til 20 skóla Níu skólanna reyndust byggja verulega eða að hluta til á teymiskennslu – sex voru einyrkjaskólar og fimm voru hvort tveggja Teymiskennsluskólarnir reyndust standa framar í mörgum atriðum Fjölbreyttari kennsluhættir og námsmat (meira um leiðbeinandi kennsluhætti, samstarf og samvinnu) Jákvæðari viðhorf um marga mikilvæga þætti

4 Hvað er teymiskennsla? Tveir eða fleiri kennarar eru samábyrgir fyrir einum árgangi, aldursblönduðum hópi, námsgrein eða námsgreinum. Kennarar undirbúa sig saman og kenna einnig að einhverju marki saman. Tveir eða fleiri kennarar leggja saman krafta sína, hæfileika, áhuga og bjargir og bera sameiginlega ábyrgð á kennslu í tilteknum nemendahópi (Main og Bryer, 2005).

5 Ótal afbrigði – mismunandi umfang
Kennarar í sama árgangi eða samliggjandi árgöngum vinna saman Nánast alltaf – eða stundum, t.d. hluta úr viku Faggreinakennarar vinna saman Bera saman ábyrgð á námsgrein í tilteknum hópum Leggja saman í þverfagleg viðfangsefni Í lengri eða skemmri tíma Í mis-umfangsmiklum verkefnum Sérkennarar (þroskaþjálfar) og umsjónarkennarar vinna saman (e. co-teaching)

6 Ensku hugtökin Team teaching Teaming Interdisciplinary team teaching
Collaborative teaching (eða cooperative teaching) Co-teaching

7 Rannsóknir á teymiskennslu
Teymiskennsla hefur verið rannsökuð í marga áratugi Á öllum skólastigum Víða um heim (Rannsóknum á árangursríkri teymisvinnu hefur einnig fleygt fram) Íslenskar rannsóknarniðurstöður

8 Dæmi um niðurstöður úr Starfsháttarannsókninni:
Kennarar í teymiskennsluskólum ... eiga betri samskipti við nemendur telja samskipti nemenda betri telja starfsanda betri segja mun meiri áherslu lagða á samvinnu starfsfólks telja að mun betur gangi að innleiða nýbreytni taka mun meiri þátt í innleiðingu breytinga

9 Starfsþróun kennara er markviss hluti af skólastarfinu

10 Afstaða starfsfólks til fullyrðingarinnar Í mínum skóla gengur vel að innleiða breytingar í skólastarfinu

11 Rannsóknir meistaranema:
Svanhildur Ólafsdóttir (2009): Eigindleg rannsókn í þremur skólum (viðtöl og vettvangsathuganir) Þórhildur Helga Þorleifsdóttir (2013): Viðtalsrannsókn, rætt var við fjóra skólastjóra Fríða Rún Guðjónsdóttir (2014): Tilviksrannsókn í einum skóla (viðtöl og vettvangsathuganir) Sólveig Ásta Guðmundsdóttir (2014): Tilviksrannsókn í einum skóla (viðtöl og vettvangsathuganir) Björn Benedikt Benediktsson (2014): Viðtalsrannsókn (sjö kennarar í tveimur skólum) Kristín Margrét Gísladóttir (2015): Eigindleg rannsókn í þremur skólum (unglingastig) Anna Steinunn Friðriksdóttir (2015): Eigindleg rannsókn í þremur skólum (viðtöl og áhorf – áhersla á samstarf umsjónarkennara og sérkennara)

12 Hvað segja rannsóknir um kostina?
Verkaskipting – vinnuhagræðing ólíkir styrkleikar / menntun / reynsla kennara eða annarra starfsmanna nýtur sín betur Jafningjastuðningur Betri lausnir Agavandamál eru auðleystari Kennarar verða nemendum fyrirmyndir (um samvinnu) Við lærum hvert af öðru Hugmyndin um skólann sem lærdómssamfélag

13 Fleiri kostir Traustara námsmat
Sé bara kosti við teymiskennsluna. Grunnskólinn er að græða á því. Ef ungir kennarar útskrifast og fara í teymi. Það eru allir að græða á því. Teymi dregur úr kulnun og þreytu, andlegri þreytu og áreiti. Þú getur alltaf létt á þér og ert ekki einn að velta þér upp úr vandamálunum (Miðstigskennari í einstaklingsviðtali) Traustara námsmat Nemendur (og foreldrar) hafa ákveðið val um kennara Ávinningur í tengslum við kennaramenntun Að vinna á gólfinu með öðrum fullorðnum veitir aðhald Auðveldara er að glíma við forföll Hvernig mætum við auknu álagi í starfi kennara? Yfirleitt vilja þeir sem starfa í teymum ekki fara til baka!

14 Mikilvægar forsendur Viðhorf kennara skipta sköpum
Mér finnst að grunnurinn, eða lærdómurinn sem maður tekur með sér í þetta og reynslan er kannski bara þessi mannlegu samskipti, virðing ... ef það væri ekki, þá væri þetta ekkert. Að taka manneskju með kostum hennar og göllum og vinna saman, reyna að virkja kosti hver annarar. Ég held að það sé alveg grunnurinn ... (Kennari á yngsta stigi) Við erum einhvern veginn ólíkar en náum einhvers staðar saman alla vega ... við erum svona ólíkt þenkjandi. Það verður einhvern veginn gott úr því en ... springur ekki. Getum verið ósammála en það eru aldrei hörð átök ... Við erum líka bara næmar á hver aðra. Og ef við erum með einstaklinga sem klára mann svolítið, þá getum við svona svissað. (Unglingastigskennari í einstaklingssamtali) Viðhorf kennara skipta sköpum Mikilvægi þess að teymið nái saman Gagnkvæmt traust – virðing Hreinskilin samskipti Skipuleg vinnubrögð Það er hægt að læra að vinna í teymi

15 Stuðningur skólastjórnenda
Skipan í hópa Stundatöflur Samstarf og stuðningur Hvatning

16 Hvað segja rannsóknir (og reynsla) um gallana - vandann
Tímaskorturinn Teymi ná ekki saman (samstarfsörðugleikar) Teymiskennsla er líklega ekki fyrir alla! Vandinn með hreinskilnina! Oft er vandi að taka ákvarðanir Þegar einhver eða einhverjir leggja minna af mörkum Aðstæðurnar – rýmið Stundatöflurnar Þegar nemandi finnur sig ekki í þessu skipulagi

17 Reynslan af innleiðingar-verkefnum hér á landi
Viðtöl (43) við teymi og kennara í teymum í skólunum í Borgarbyggð, í Húnaþingi og á Ísafirði Mörg dæmi um að vel gangi þegar: Tveir kennarar – sem ná vel saman – eru með hóp í sama rými Tveir eða fleiri (ólíkir) kennarar kenna námsgrein saman (jafnvel í aldursblönduðum hópum) Þroskaþjálfar og kennarar vinna saman

18 Að nýta styrkleika hvors/hvers annars
... ég sé að megninu til um agamálin ... hann er meira skapandi ... þetta er svona good cop ... bad cop ... við erum þó nógu líkir til að skilja hvorn annan vel ... ég get farið um víðan völl ... fengið óvæntar hugmyndir ... þegar ég fer of langt er hann jarðtenging ... (úr viðtali við miðstigsteymi í skóla í dreifbýli).

19 Að nýta styrkleika ... NN: Mér finnst við bæta hvor aðra svo upp ...
IS: Hver er lykillinn að því? Báðar: Við erum svo ólíkar. NN: Þetta er svo fyndið ... sumt er svo hugsunarlaust. XX er með miklu betri rödd en ég sem er dásamlegt í svona stórum bekk. Oft les hún upp og þá fer ég upp á töflu og skrifa upp á töflu. XX: Ég skrifa mjög illa. Þannig að þetta er eitt af því sem bara small svona óvart ... NN: Það er eins og við notum þessa styrkleika ósjálfrátt ... við erum búnar að lesa í hvor aðra ... XX: Ég er svona ör og fæ kannski svona þúsund hugmyndir og kem svo kannski engri frá mér af því að það er svo mikið að gerast og þá er svo gott að hafa hana ... þá er hún búin að ná þeim niður á blað ... og svo getum við farið að vinna í þessum hugmyndum ... (Viðtal við miðstigsteymi)

20 Að nýta styrkleika hvors/hvers annars
Ég held að við séum mjög ólíkar en það hefur gengið mjög vel hjá okkur ... erum líka mjög duglegar að styðja hver aðra þegar það er eitthvað erfitt ... og þegar nemendur eru erfiðir er hægt að segja „æ, getur þú tekið þennan ... hann er bara búinn með mig ... að geta róterað svoleiðis og líka bara ... mér finnst bara ógeðslega gott að vinna með þeim. Við bætum hver aðra upp (úr viðtali við unglingastigs- teymi í skóla í dreifbýli).

21 Að mæta álagi saman Þetta getur verið erfitt starf ... við getum verið með kvíðahnút á morgnana áður en við komum í vinnuna ... það geta verið erfiðar kringumstæður – en að vera að mæta í vinnuna og vera með vinnufélaga sem maður veit að styður mann og stendur með manni og maður hefur í þessum erfiðu málum. Það skiptir svo miklu máli (úr viðtali við kennarateymi á miðstigi).

22 Kostir við teymiskennslu
... þetta jafnar út dagsform ... við erum einhvern veginn svo ólíkir ... þegar hann á slæman dag, sefur illa ... þá sef ég oft sérstaklega vel ... og líður vel og svo öfugt ... (úr viðtali við miðstigsteymi í skóla í dreifbýli) ... ótrúlega margir ... nemendur hafa meira val um aðstoð ... við getum verið misjafnlega góð að útskýra námsefni ... okkar styrkur er mismunandi ... (úr viðtali við unglingastigsteymi í skóla í dreifbýli).

23 Kostir Þú getur alveg lent í því sem nemandi að vera með kennara í mörg ár sem þér líkar ekki við eða treystir ekki og þér líður ekki vel með honum. Hér gefur teymiskennslan möguleika (kennari í munnlegri skýrslu).

24 Sjónarhorn nemenda IS: En hvernig er að hafa svona tvo kennara?
Jú, sjáðu, maður getur fengið meiri hjálp Það er mjög gott – jú, sjáðu – til dæmis ef strákarnir eru óþægir getur annar kennarinn sinnt því, en hinn haldið áfram að kenna! Þær eru skemmtilegri tvær Þeir eru svo miklu betri saman en sundur

25 Sjónarhorn nemenda IS: Hvernig er að hafa tvo stærðfræðikennara? Það er oft þægilegt að fá svona tvær ólíkar útskýringar ... þá færðu oft meiri dýpt. Sekkur betur ofan í efnið (nemandi í 9. bekk í viðtali).

26 Frjórri kennsluhættir
Áhugaverðustu skólaþróunarverkefni sem IS hefur fylgst með eru flest afrakstur teymiskennslu Æfingaskólinn Grunnskólinn á Kópaskeri Hallormsstaðaskóli Framhaldsskólinn á Laugum Norðlingaskóli Bakkafjarðarskóli Brúarásskóli Langholtsskóli

27 Áhugaverð skólaþróunarverkefni (þar sem byggt er á teymiskennslu og áhersla lögð á leiðbeinandi kennsluhætti)


Download ppt "„. ég sé að megninu til um agamálin. hann er meira skapandi"

Similar presentations


Ads by Google