Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Einstaklingsmiðað nám í orði og á borði!

Similar presentations


Presentation on theme: "Einstaklingsmiðað nám í orði og á borði!"— Presentation transcript:

1 Einstaklingsmiðað nám í orði og á borði!
Ingvar Sigurgeirsson Einstaklingsmiðað nám í orði og á borði! Menntakvika 2012

2 … Starfshættir í grunnskólum 2009–2011
… Starfshættir í grunnskólum 2009– Í erindinu verður fjallað um hugmyndir kennaranna í skólunum tuttugu um einstaklingsmiðað nám eins og þau birtast í viðtölum. Viðhorf þeirra verða tengd dæmum úr kennslustundum sem fylgst var með í rannsókninni. Einnig verður vísað til niðurstaðna spurningakannana sem lagðar voru fyrir kennara og nemendur.

3 Efnið Um rannsóknina Einstaklingsmiðunarhugtakið Viðhorf kennara til einstaklings-miðunar Tvö dæmi um framkvæmd

4 Um rannsóknina 20 samstarfsskólar, 2009–2011 Vettvangsathuganir (311 klst) Viðtöl (stjórnendur, kennarar, nemendur) Spurningakannanir: Starfsmenn (79–92% heimtur), nemendur í 7. –10. bekk (86%), foreldrar (67%) Ljósmyndir, uppdrættir Ýmis gögn (m.a. stundatöflur) Rannsóknin var styrkt af Rannís, rannsóknarsjóðum HÍ og HA, Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun

5 Einstaklingsmiðað nám
Þetta nafn um tiltekna kennsluhætti er komið úr stefnumörkun Reykjavíkurborgar (Fræðslumiðstöð / Menntasvið) í upphafi aldarinnar Hugmyndin um þessa kennsluhætti er miklu eldri Útfærslur skipta tugum ...

6 Ótal orð ... sama (svipuð) kennslufræði?
Ensk heiti Íslensk heiti Individualized learning, instruction, -teaching, -curriculum, -education Einstaklingsmiðun, einstaklingsmiðað nám, -kennsla ... Differentiation, differentiated instruction, -teaching, -curriculum, Námsaðlögun, námsaðgreining, einstaklingsmiðun Multi-level instruction, -curriculum Fjölþrepakennsla Responsive instruction, -teaching Gagnvirk kennsla, sveigjanlegir kennsluhættir, sveigjanlegt skólastarf Adaptive learning Sveigjanlegt nám Personalized instruction, -learning Einstaklingsmiðuð kennsla Open school, open classroom, integrated day Opinn skóli, opin skólastofa, heildstætt skólastarf, Multiage education, mixed-age grouping Aldursblöndun, samkennsla árganga, samkennsla aldurshópa Inclusive education Skóli án aðgreiningar, skóli fyrir alla Multi-cultural education Fjölmenningarleg kennsla

7 Einstaklingsmiðað nám merkir oftast að kennarar reyni að koma betur til móts við hvern nemanda með hliðsjón af ... getu og kunnáttu og hvers og eins ólíkum hæfileikum áhuga og viðhorfum námstíl (e. learning style) áformum

8 Dæmi um útfærslu á þessari hugmynd Matstæki Menntasviðs Reykjavíkur (2005)
Nemendum skipt í árganga eða bekki ... námsgreinar mín kennslustundir ... Samvinna þvert á árganga ... þemavinna ... teymisvinna kennara Einn nemandi við borð ... í röðum ... kennari fyrir framan ... Vinnusvæði ... tölvur ... fjölbreyttir miðlar ... nemendur fara á milli svæða Kennsla í brennidepli ... allir læra það sama á sama tíma ... Nám nemenda í brennidepli ... skólinn er vinnustaður ... Sama námsáætlun ... sömu aðferðir fyrir heilan bekk ... Nemendur gera sér einstaklingsáætlanir í samvinnu við kennara og foreldra Kennarar ábyrgir fyrir náminu ... Nemendur ábyrgir fyrir námi sínu Engin þátttaka foreldra ... Foreldrar virkir samstarfsmenn ... Skipulagsstoð Námsumhverfisstoð Viðhorfastoð Kennarastoð Nemendastoð Foreldrastoð

9 Líkan Tomlinson Hægt er að einstaklingsmiða: Inntak Markmið Námsmat
(Content) Aðferð (Process) Skil (Product) Umhverfi (Environment) Markmið Námsmat Með hliðsjón af Námshæfi /getu (Readiness) Áhuga (Interest) Námstíl (Learning Style) Viðhorf / tilfinningar (Affect)

10 Aftur að matstæki Menntasviðs
Einstaklingsáætlanir Nemendur ábyrgir fyrir námi sínu, setja sér markmið, meta framfarir sínar Þátttaka nemenda Nemendur hafa val Og svo er það TALIS könnunin 2008!

11

12 Viðhorf kennara til einstaklingsmiðunar
Sjónarmið kennara reyndust afar margbreytileg Efasemdir um hugtakið / aðferðina / hugmyndafræðina Margar leiðir eru farnar í átt að einstaklingsmiðun Einstaklingsmiðun = fjölbreytni Dæmi úr viðtölum við kennara (19 viðtöl við umsjónarkennara í 1.–7. bekk og 10 viðtöl við rýnihóp á unglingastigi)

13 „erfitt ... vítt og flókið“ hugtak
Mér finnst þetta hugtak sjálft rosalega erfitt hugtak. Þetta er mjög vítt og flókið og mér finnst enginn hafa sama skilning á því. Umsjónarkennari í viðtali

14 Einstaklingsmiðun er ekki ný af nálinni
Já, jú, eflaust hefur það verið meiningin [að kennsluhættir í skólanum yrðu einstaklingsmiðaðir] en … það … gleymdist alveg að taka kennarana og starfsfólkið með í það … auðvitað höfum við reynt að gera það … reynt að fylgjast með og setja okkur inn í það sem hefur verið efst á baugi og taka þátt í einstaklingsmiðun og fólk vill það, það vill sinna hverjum og einum eins vel og það getur. En ég held að það sé kannski það sem við höfum alltaf verið að gera … löngu áður en það var farið að tala um einhverja einstaklingsmiðun … höfum við verið að reyna að mæta hverjum og einum þó það hafi kannski aldrei verið kallað einstaklingsmiðað ... Kennari á unglingastigi

15 Kennslan er ekki einstaklingsmiðuð en samt ...
S: Notið þið hér hugtakið einstaklingsmiðun …? X: Ekki markvisst. S: Nei, þið mynduð ekki gefa ykkur út fyrir það að vera skóli eða kennarahópur … X: Nei, ég myndi allavega ekki gera það. Ég myndi aldrei gefa það út. En ég, maður reynir auðvitað að vinna með hvern nemanda þannig að maður nái árangri með hann. En ég er rosalega hrædd við þetta hugtak. (Úr viðtali við umsjónarkennara í 6. bekk)

16 Það er bara ekki hægt! En svo er þetta, eins og ég segi með þetta, þetta lítur allt voða vel út á blaði og í orði og allt það en svo er alltaf meira en að segja það að ætla að fylgja þessu. Þetta er gríðarleg vinna … og það er náttúrulega, það er alltaf verið að hrúga á kennara, alveg endalaust, þannig að það er bara, það er bara þú veist, hvar eigum við að hafa tíma til þess að … Umsjónarkennari í 6. bekk

17 Það er bara ekki hægt! Mér finnst eiginlega … sérstaklega þegar þetta eru orðnir stórir bekkir, ég skil ekki alveg hvernig kennarinn á að fara að því. Mér finnst þetta bara, eins og ég er að reyna, mér finnst það bara vinnudagurinn minn dugar ekki og heldur ekki sólarhringarnir til að sinna þessu – einstaklingsmiðun. Umsjónarkennarai í 5. bekk

18 Skilgreining ... Maður hefur náttúrulega heyrt margar skilgreiningar á því og svona kannski aðhyllist þær mismikið þannig. En alveg frá því að ég byrja að kenna þá hefur mér alltaf þótt það sjálfsagt að ef að einhver ræður ekki við þetta námsefni … fái þeir annað námsefni … Þannig að það er náttúrulega einstaklingsmiðun. En svo er auðvitað líka þetta með að nota fjölbreyttar kennslu-aðferðir, auka verklega þáttinn og fjölbreytta nálgun, sem þarf líka að hafa í huga að mínu mati. Umsjónarkennari í 7. bekk

19 Skilgreining ... … þegar talað er um einstaklingsmiðun þá hugsa ég einmitt um að maður reyni að koma til móts við hvern og einn til að hann geti náð … eins góðum árangri og mögulegt er ... Ekki endilega … verið að skipta um … námsefni og einhver sé í einhverju öðru námsefni, heldur að ... sumir … þurfa að sjá allt, aðrir þurfa að þreifa, sumir þurfa að heyra, aðrir verða að lesa. Sko, að það sé möguleiki, að það sé það fjölbreytt; að það geti allir náð að finna hvað hentar mér. Þannig lít ég á það ... Kennari á unglingastigi

20 Fjölbreytni = einstaklingsmiðun
Ég vil hafa breiddina, mér finnst það miklu skemmtilegra og ég vil líka ala krakkana upp í því að það sé breidd. … Að hún sé eðlileg. Að það sé ekki feimnismál að vera í hægferð í meðan einhver annar er í hraðferð. … en við verðum líka að hafa einhvern veginn þessi verkfæri í höndunum til þess að mæta þeim. Ég held að lausnin liggi ekki í því að taka niður veggi eins og sumstaðar er verið að gera í sumum skólum og opna rýmið og keyra saman stóra hópa og að það sé meiri sveigjanleiki, ég er ekkert viss um að það sé einhver lausn en fjölbreytnin, fjölbreytni í kennsluaðferðum er trúlega ódýrasta og besta leiðin til að koma á móts við þau. Kennari á unglingastigi

21 Fjölbreytni = einstaklingsmiðun
… þú hefur ekki möguleika á því að … allir séu með sitt á hvað inni í stórum bekkjum, frekar myndi ég segja að þetta væri þannig að þú ert … með þetta fjölbreytt þannig að allir nái einhvern tímann að njóta sín … Þannig reynirðu að koma til móts við sem flesta … Því að þú getur náttúrulega aldrei verið að koma til móts við alla í öllum tímum. Það er bara ekki hægt. Kennari í 8. bekk

22 Fjölmargar leiðir eru farnar ...
Nemendur vinna á mismunandi hraða Nemendur fá misþungt efni Nemendur sleppa efni Mismunandi verkefni Einstaklingsáætlanir Getuskipting Ferðakerfi Einstaklingsmiðað heimanám Áhugasviðsverkefni Nemendur taka framhaldsskólaáfanga Hópvinna ... (eitt dæmi) Nemendur fást við sjálfstæð, heildstæð verkefni ... Nemendur hafa val ... Sérkennsla ... stuðningur ... námsver Fjölmargar leiðir eru farnar ...

23 Val er leið ... K: Við gerum það reyndar út frá öllum hópverkefnum … … hóparnir … eru nýbúnir að ljúka við í raun og veru hátt í tveggja mánaða vinnu, þar sem þau eru búin að vera að afla sér upplýsinga … út frá sínu eigin áhugasviði … Þau gera það algjörlega á sínum forsendum og hvernig þau nálgast ... þau velja sér … verkefni og þau láta mann vita hvernig þau ætla að taka á því, í hvaða formi þau ætla að skila því og svo þurfa þau að skila því ... drengirnir hérna, þeir sem eru miklir byssuáhugamenn að þeir gátu tekið fyrir öll vopn í seinni heimsstyrjöldinni og þeir elskuðu það. K: Þau segja líka sjálf, við lærum svo miklu, miklu meira af þessu. (Úr viðtali við kennarahóp á unglingastigi)

24 Nokkurt val: Val um útfærslu verkefnis, val milli tveggja verkefna
Nemendur hafa val ... Fylgst var með 383 kennslustundum (alls mín, eða 311,5 klst = mín kennslustundir) Nemendur höfðu eitthvert val í 149 stundum eða 39% stundanna Í 72 stundanna var um „lítið“ val að ræða, í 40 stundum um „nokkurt “ val, en í 37 stundum „mikið“ Mikið val er í 10% kennslustunda Nokkurt val: Val um útfærslu verkefnis, val milli tveggja verkefna Mikið val: Margvíslegt eða mikið val, nemendur ráða úrlausnum, gera áætlanir Lítið val: Velja bók, ritgerðarefni, myndgerð, val í lok kennslustundar, lög að syngja

25 Val nemenda minnkar eftir því sem þeir verða eldri!
% Gögn úr vettvangsathugunum

26 Val: Svör nemenda

27 Sama viðfangsefni fyrir alla
Í 73% þeirra kennslustunda sem fylgst var með fengu allir nemendur sama viðfangsefni Ólík viðfangsefni voru lögð fyrir nemendur í 27% kennslustunda Sáralítill munur milli aldursstiga 1.–4. bekkur: 74% 5. –7. bekkur: 75% 8–10. bekkur: 77%

28 Ólík viðfangsefni ... spurningakönnun
Aðspurðir segjast 48% kennara leggja ólík viðfangsefni fyrir nemendur nánast í hverri kennslustund Mikill munur milli aldursstiga 1.–4. bekkur: 62% 5.–7. bekkur: 48% 8.–10. bekkur: 34%

29 Samantekt Nemendum skipt í árganga eða bekki ... námsgreinar mín kennslustundir ... Samvinna þvert á árganga ... þemavinna ... teymisvinna kennara Einn nemandi við borð ... í röðum ... kennari fyrir framan ... Vinnusvæði ... tölvur ... fjölbreyttir miðlar ... nemendur fara á milli svæða Kennsla í brennidepli ... allir læra það sama á sama tíma ... Nám nemenda í brennidepli ... skólinn er vinnustaður ... Sama námsáætlun ... sömu aðferðir fyrir heilan bekk ... Nemendur gera sér einstaklingsáætlanir í samvinnu við kennara og foreldra Kennarar ábyrgir fyrir náminu ... Nemendur ábyrgir fyrir námi sínu Engin þátttaka foreldra ... Foreldrar virkir samstarfsmenn ... Ólíkur skilningur á einstaklingsmiðun; skilningur jafnt sem efasemdir Kennarar fara ólíkar leiðir Mikill munur eftir aldursstigum Umtalsverð gerjun – enda þótt stærstur hluti kennslu falli undir neðstu stigin í matstæki Menntasviðs


Download ppt "Einstaklingsmiðað nám í orði og á borði!"

Similar presentations


Ads by Google