Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Nám fyrir 21. öldina: Hvað á að kenna og hvers vegna?

Similar presentations


Presentation on theme: "Nám fyrir 21. öldina: Hvað á að kenna og hvers vegna?"— Presentation transcript:

1 Nám fyrir 21. öldina: Hvað á að kenna og hvers vegna?
9. janúar 2013 NOK007F Námskrárfræði: Hvað á að kenna og meta og hvers vegna Ingvar Sigurgeirsson Nám fyrir 21. öldina: Hvað á að kenna og hvers vegna?

2 Inngangsspjall: Nokkur álitamál um námskrá og námsmat
þekki lykilhugtök í námskrárfræðum og geti beitt þeim í kennslufræðilegri umræðu þekki lykilhugtök tengd námsmati og mati á skólastarfi og geti beitt þeim í kennslufræðilegri umræðu þekki og beri saman stefnur og kenningar tengdar námskrárfræðum og mati skilji hvernig ólík viðhorf endurspeglast í hugmyndum um skipulag skólastarfs fjalli á gagnrýninn hátt um námskrár, námsgögn og námsmat (greining gagna) þekki þróun námskrár og námsmats hér á landi og tengi við þróun annars staðar kunni glögg skil á aðalnámskrá og geti fjallað um hana með fræðilegum hætti þekki sögu og einkenni skólanámskrárgerðar hér á landi öðlist hæfni í námskrárgerð og öðlist færni til að leiðbeina um gerð námskrár öðlist hæfni við þróun mats og matstækja þrói eigin kenningu um námskrárþróun og námsmat og mat á skólastarfi 

3 Nokkur viðhorf Námskrárgerð einkennist oft af togstreitu
Ólík viðhorf takast á Hefð og nýbreytni (fortíð – nútíð – framtíð) Skilgreiningar okkar á námskrárhugmyndum geta verið afar ólíkar (einstaklingsmiðað nám, virkir kennsluhættir, samþætting, samfella, leiðsagnarmat) Ákvæði námskrár eru túlkuð af námsefnishöfundum, stjórnendum, kennurum … með mismunandi hætti … Nemendur læra oft ekki það sem kennt er … og læra stundum eitthvað annað …! Uppruni námskrárhugmynda virðist stundum gleymast …

4 The Saber Tooth Curriculum (1939)
Þrjár fyrstu námsgreinarnar ! að veiða fisk með berum höndum rota loðhesta og hræða sverðketti með eldi

5 Handavinnustofurnar

6 Sérhver kennari er sá sem hrindir námskrá í framkvæmd!!!
Miklu varðar að kennarar taki sjálfstæða og ábyrga afstöðu til námskrár Öllum kennurum ber að leggja af mörkum til skólanámskrár Nýjar námskrár (2012) ætla kennurum stærra hlutverk í námskrárgerð en lengi hefur verið

7 Nýjar námskrár - „nýjar“ áherslur
Grunnþættir menntunar Lykilhæfni Hæfniviðmið Grundvallarbreyting fyrir framhaldsskólana

8 Grunnþættir og lykilhæfni (framhaldsskólinn)

9 Lykilhæfni í grunnskóla
Hæfni nemenda til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega, skriflega og á annan hátt. Hæfni til að miðla þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og taka þátt í samræðum og rökræðum. Skapandi hugsun og frumkvæði í efnistökum og úrvinnslu. Hæfni nemenda til að nota þekkingu og leikni, draga ályktanir, áræðni til að leita nýrra lausna og beita gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu. Hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn. Hæfni nemenda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt. Hæfni nemenda til að bera ábyrgð á eigin námi og leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu. (Leturbr. IS)

10 Sérstakur vandi: Hinar „yfirfullu námskrár “ og námskrár sem gera „ofurkröfur“
Birgir Einarsson reiknaði út að ef gera ætti góð skil helstu markmiðum í íslensku í námskránni 1999 – þyrfti fjórum sinnum meiri tíma em var til ráðstöfunar Með öðrum orðum: Nánast allan skólatíma nemenda! Annað dæmi: Skoðum lífsleikni á unglingastigi í námskránni 2007

11 Lífsleikni á unglingastigi Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi á að  átta sig á nauðsyn þess að sýna örugga og ábyrga hegðun í umferðinni vegna umferðaröryggis síns og annarra þekkja helstu samninga og samþykktir um mannréttindi geta velt fyrir sér jafnréttishugtakinu út frá ýmsum sjónarhornum, t.d. jafnrétti kynjanna, milli fatlaðra og ófatlaðra og milli kynþátta vera meðvitaður um hlutverk fjölskyldunnar í mótun viðhorfa, þroska og lífsgilda barna við að sinna andlegum, líkamlegum og efnislegum þörfum barna og annast öryggi þeirra sýna sjálfstæði í að njóta menningar og lista til lífsfyllingar og til að dýpka skilning á sjálfum sér og öðrum

12 Lífsleiknin ... hafa skilning á hugtakinu sjálfbær þróun og þýðingu þess í að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi vita af hættum samfara neyslu ávana- og fíkniefna og misnotkun á lyfjum sem notuð eru til lækninga vera meðvitaður um samhengi hirðusemi og hollra lífsvenja við að ráða við álag, streitu og kröfur í dagsins önn skilja muninn á upplýsingum og auglýsingu þekkja helstu stofnanir samfélagsins sem starfa að almannaheill og hlutverk þeirra þekkja grenndarsamfélag sitt til að geta aflað sér nauðsynlegra upplýsinga í daglegu lífi

13 Lífsleiknin ... vera fær um að meta réttmæti áróðurs þekkja íslenskan atvinnumarkað og helstu einkenni hans hafa vitneskju um réttindi sín og skyldur sem neytandi og launþegi átta sig á mikilvægi þess að geta skipulagt eigin fjármál og gera sér grein fyrir kostnaði við heimilisrekstur Hlutur lífsleikninnar á unglingastiginu samkvæmt námskrá er 2,7% námstímans! Markmiðin hér á undan eru helmingur markmiðanna í lífsleikni!!!

14 Dæmi um hæfniviðmið (dans við lok 10
Dæmi um hæfniviðmið (dans við lok 10. bekkjar í drögum að nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla) dansað fyrir framan áhorfendur með tilfinningu fyrir þáttum eins og augnsambandi, rými, og líkamsbeitingu. tekið þátt í skapandi vinnuferli í dansi og sett saman einfalt dansverk samhæft tónlist og hreyfingu með góðri líkamsmeðvitund og – beitingu og dansað mismunandi dansform sér til ánægju … sýnt öryggi og færni til að dansa einn, eða sem hluti af pari eða hóp valið milli ólíkra dansstíla prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í túlkunar- og sköpunarferli út frá eigin þekkingu og leikni í dansi tjáð og túlkað hugmyndir sínar og rökrætt dans og efni á sviði á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða og sett það í menningar- og sögulegt samhengi.

15 Dæmi um matsviðmiðanir í drögum að nýrri námskrá
C Nemandi getur tekið þátt í samræðu um viðfangsefni og unnið að úrlausnum verkefna, sinnt skráningu og úrvinnslu samkvæmt skipulagi og/eða eftir leiðsögn … nefnt dæmi um hvernig skoðanir, gildismat og siðferði einstaklinga og hópa ýta undir eða hindra tæknilega þróun … vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur nokkuð áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun … greint stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi, skyldur, gildismat og sýnt nokkra ábyrgð í samskiptum, umgengni og lífsháttum

16 Hver er niðurstaðan?

17 Grunnlesning Eisner, E. W. (2003/2004). Preparing for Today and Tomorrow. Educational Leadership 61(4), 6–10.

18 Hugmyndir Eisners: “Preparation for tomorrow is best served by meaningful education today.”
Enginn möguleiki að sjá framtíðina fyrir Kennum ungu fólki að skilja og glíma við nútímann: Þroskum dómgreind þeirra Kennum gagnrýna hugsun (með því að beita henni á mikilvæg viðfangsefni) Læsi í víðum skilningi (Meaningful … multiple … cultural … literacy) … m.a. listir (sem skólar vanrækja) Samvinna Samfélagsþjónustunám (e. service learning) Hvað er brýnast að gera? Endurskoða inntak og námsmat

19 Margir skólar hér á landi hafa að undanförnu verið að endurskoða námskrár sínar – jafnvel með mjög róttækum hætti Þrjú dæmi Hlíðarskóli á Akureyri Framhaldsskólinn á Laugum Menntaskólinn á Akureyri

20 „… skapa nemendum sveigjanlegra námsumhverfi
„… skapa nemendum sveigjanlegra námsumhverfi ... hjálpa hverjum og einum að sýna styrkleika sinn … efla trú nemenda á sjálfum sér og hæfileikum sínum með því að gefa þeim aukið val í náminu og auka ábyrgð á eigin framförum og gefa þeim tækifæri að hafa áhrif, velja sér viðfangsefni sem þeir hafa áhuga á og ráða við ...“

21 Valtímarnir í Hlíðarskóla

22 Mat nemenda á valtímum

23

24 Glæra fengin hjá kennurum MA

25 Glæra fengin hjá kennurum MA

26 Viðfangs-efnin í MA Glærur fengnar hjá kennurum MA

27 Framhaldsskólinn á Laugum
Sveigjanlegt námsumhverfi - persónubundin námsáætlun Formlegt þróunarverkefni Markmiðin m.a. einstaklingsmiðun, að bæta líðan nemenda, minnka brottfall, nýta tölvu- og upplýsingatækni, skerpa sérstöðu skólans

28 Kjarninn í breytingunum
Fækkun kennslustunda um helming Í stað sækja nemendur vinnustofur Sveigjanleg námsáætlun Skólinn sem vinnustaður Bæta líðan – samskipti á jafnréttisgrunni Fjölbreyttari kennsluhættir: Uppbrot, samþætting

29 Dæmi um stundatöflu á Laugum

30 Fél, 4. ár

31 Okkar spurning Hvaða viðfangsefni er brýnast að bera á borð fyrir nemendur nú í upphafi aldarinnar? Hvaða veganesti hentar þeim best? Hvaða námsefni er mikilvægast? Hvernig er best að standa að námsmati? Hvers vegna?

32 Verkefnið Gerið ráð fyrir að þið séuð þátttakendur í stofnun nýs skóla (leik-, grunn- eða framhaldsskóla) þar sem engin stefna hefur verið mörkuð, engin skólanámskrá til, engin viðmiðunarstundaskrá eða námsgögn. Hver og einn þátttakandi hins nýja skóla er beðinn um að svara í stuttu máli: Hvað á að kenna og hvers vegna? Á hvað viljið þið leggja megináherslu.


Download ppt "Nám fyrir 21. öldina: Hvað á að kenna og hvers vegna?"

Similar presentations


Ads by Google