Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Reglun á fjármálamarkaði

Similar presentations


Presentation on theme: "Reglun á fjármálamarkaði"— Presentation transcript:

1 Reglun á fjármálamarkaði
Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild 11/18/2018

2 Sérstaða bankanna Bankamaður er sá sem sýslar með peninga annarra. Um leið og hann sýslar með sína eigin peninga er hann aðeins kapítalisti. David Ricardo Reglugerðir hljóta alltaf að vera rökstuddar með einhverjum markaðsbrestum sem valda því að markaðsaðilarnir geta ekki tryggt hagkvæmustu lausn undir öllum kringumstæðum. Á fjármálamarkaði eru það ósamhverfar upplýsingar og vandræði sem af þeim hljótast, s.s. freistnivandi (moral hazard) eða hrakval (adverse selection) sem valda því að nauðsyn kallar eftir reglun.

3 Sérstaða bankanna Bankar hafa sérstöðu fyrir margra hluta sakir og hafa því hlotið sérstaka athygli stjórnvalda hvað varðar reglun. Ástæður fyrir reglun bankanna eru oft flokkaðar í tvennt. Micro-prudential Macro-prudential

4 A. Micro-prudential Samkvæmt „micro-prudential” viðmiði er litið á reglugerðir sem til þess að tryggja “best business practices” og “consumer protection”. Rekstur bankanna hefur þríþætta sérstöðu sem kallar á reglun til þess að viðhalda rekstrarstöðugleika í bankarekstri. Mismunandi tímalengd á milli eigna og skulda (asset liability mismatch. Lítið eigið fé (Low capitalization) Valkvöl á milli arðsemi og áhættu (trade-off between risk and profitability) Gengisáhætta (currency mismatch)

5 A1. Mismunandi tímalengd
Samkvæmt Diamond & Dybvig (1983) gegna bankar því hlutverki að umbreyta lítt seljanlegum eignum yfir í mjög seljanlegar skuldir. Þannig er hægt að líta á banka sem stofnanir er veita seljanleika tryggingu (liquidity insurance) og gerir fólki kleift að nota eignir sínar til neyslu hvenær sem er. Allir bankar eiga við óbrúaðan tímavanda að etja á milli eigna og skulda. Skuldirnar – innlánin – eru til skamms tíma og laus til útborgunar hvenær sem er. Eignirnar – útlán – eru til lengri tíma og lítt seljanlegar. Lausafjárforði bankanna er yfirleitt aðeins brot af heildarskuldbindingum. Bankarnir geta því ekki á neinum tíma staðið skil á skuldum sínum sé eftir þeim kallað.

6 A1. Mismunandi tímalengd
Meðal sparifjáreigenda gildir „fyrstur kemur, fyrstur fær” sem veldur því að bankarnir eru mjög viðkvæmir fyrir áhlaupum (bank runs). Bankaáhlaup eru því ávallt self-fulfilling ef enga utanaðkomandi hjálp er að fá, því enginn banki – sama hve traustur hann er – getur staðist útdrátt innlána. Ef bankarnir eru neyddir til þess að leysa út eignir sínar (liquidate) er mjög ólíklegt að sannvirði fáist. Gjaldþrot banka leiðir einnig til þess að óáþreifanlegar eignir tapast, s.s. upplýsingar og verkferlar. Áhlaup á einn banka eru einnig líklegt til þess að smita út frá sér með því setja millibankaviðskipti í voða og draga úr trúverðugleika annarra banka. Af þeim sökum duga millibankalán frá öðrum bönkum yfirleitt ekki til þess að tryggja vörn gegn áhlaupum.

7 A1. Reglugerðarviðbrögð
Reglugerðarviðbrögð við tímavandamálinu geta falist í ex ante (fyrirbyggjandi) aðgerðum... Kröfum um lágmarkslausafé eða bindiskyldu Innlánatryggingu af hálfu ríkisins til þess að skapa öryggi meðal sparifjáreigenda Eða ex post aðgerðum þegar skaðinn er skeður Tilvist lánveitenda til þrautarvara, seðlabanka, sem getur brugðist við kerfisbundnum lausafjárvandræðum með því að prenta peninga. Bankafrídaga þar sem bönkum er leyft að loka á sparifjáreigendur þegar áhlaup eiga sér stað. Endurskipulagningu eigna (asset restructuring) undir opinberri handleiðslu ef banki lendir í greiðsluvandræðum.

8 A2. Lítið eigið fé Yfirleitt eru bankar með lægra eigið fé en önnur fyrirtæki. Athuga skal samt að lítið eigið fé er bæði afleiðing og orsök reglunar á fjármagnsmarkaði. Nægilegt eigið fé skapar ákveðið öryggi gagnvart óvæntu tapi, lausafjárvændræðum og etc. en hlýtur á sama tíma að lækka arðsemina. Annað öryggisnet sem er til staðar – s.s. Innlánatrygging eða LtÞ – getur valdið því að hvati til eiginfjármögnunar minnkar verulega. Reglur um eiginfjárhlutfall eru því bæði afleiðing af reglum sem tryggja seljanleika sem og viðbrögð við þeim almennum rekstrarhvötum sem eru til staðar í bankarekstri.

9 A3. Valkvöl á milli arðsemi og áhættu
Lágt eiginfjárhlutfall og innlánatrygging geta skapað hvata til of mikillar áhættusækni. Eigendur bankans hirða allann hagnaðinn sem fæst með því að taka áhættu með sparifé á föstum vöxtum. Ef illa fer hafa eigendurnir litlu eigið fé að tapa og ríkið borgar sparifjáreigendunum. Banki sem er búinn að tapa miklu af sínu eigin fé en fær að starfa áfram óáreittur getur breyst í standandi spilavíti þar sem hann reynir að endurheimta féð með því mikilli áhættutöku en hefur litlu sem engu að tapa. Afnám haft á fjármagnsmarkaði og harðari samkeppni á fjármagnsmarkaði veldur því að hefðbundnir tekjustofnar rýrna og bankarnir bæta sér upp arðsemina með aukinni áhættu.

10 Reglunarviðbrögð við A2 og A3.
Viðbrögðin hafa lengi vel falist í því að takmarka starfsemi bankanna til þess að hindra að þeir taki of mikla áhættu. Á síðari árum hefur áherslan færst til þess að gefa bönkunum frelsi en setja þeim kvaðir hvað varðar lágmarks eiginfjárbindingu. Og ennfremur að vega eignir bankanna eftir áhættumati og reikna síðan eiginfjárhlutfallið út frá því. Reglurnar kallast Basel 1 og var komið á árið 1988 í flestum vestrænum ríkjum. Nú er deiglunni að uppfæra ofangreindar reglur og láta Basel II taka gildi eftir 1-2 ár. Í Basel II er gengið enn lengra í þá átt að vega eignir banka eftir áhættuvægi þeirra.

11 A4. Gengisáhætta Um 97% af öllum alþjóðlegum skuldabréfaútgáfum eru í aðeins fimm gjaldmiðlum (US dollar, yen, euro, sterling and Swiss franc). Yfirleitt geta lönd ekki aflað sér erlends lánsfjár nema því aðeins að taka gengisáhættu. Þetta veldur því að töluvert misræmi er á milli þess í hvaða gjaldmiðli eignir og skuldir eru í mjög mörgum löndum. Eignir eru í innlendum gjaldmiðli (soft currency) en skuldir í erlendum (hard currency) Þetta gjaldmiðlamisræmi getur líka skapað veikleika á gjaldeyrismarkaði ef allir reyna að losa stöður sína á sama tíma eða reyna að ná fram gengisvörn með því að kaupa erlendar eignir.

12 A4. Gengisáhætta Gjaldmiðlamisræmi skapar veikleika á gjaldeyrismarkaði ef allir reyna að losa stöður sína á sama tíma eða reyna að ná fram gengisvörn með því að kaupa erlendar eignir. Jafnvel þótt bankar taki ekki gjaldeyrisáhættu með beinum hætti er áhættan samt sem áður til staðar því gjaldþrotaáhætta hlýtur að vaxa um leið og gengi heimagjaldmiðils lækkar og skuldirnar bólgna út. Þar sem bankakerfið hefur endurlánað mikið af erlendum lánum er ljóst að gengislækkun hlýtur að belgja út efnahagsreikninginn og lækkað eiginfjárhlutfallið. Gjaldeyrisútstreymi getur skapað áhlaup á bankakerfið þar sem innlendar innistæður eru nýttar til gjaldeyriskaupa. Þannig getur snörp gengislækkun verulega rýrt eiginfjárstöðu bankakerfisins

13 Reglugerðarviðbrögð við A4.
Alþjóðlegar stofnanir líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa í auknum mæli tekið að sér hlutverk lánveitanda til þrautavara til þess að lina lausafjárvandræði nýmarkaðsríkja. Sjá nánar síðar. Ennfremur, hafa seðlabankar viðkomandi ríkja (sem hafa lent í gjaldeyriskreppu) lagt mikla áherslu á að byggja upp gjaldeyrissvarasjóð til þess að geta staðist áhlaup á gjaldmiðilinn. Hins vegar bendir margt til þess að nýjar reglur um eiginfjárhlutfall – Basel II – geti gert vandann verri. Sjá nánar síðar

14 Reglur Bagehots (1876) Bagehot lagði til eftirfarandi reglur um lánveitingar til þrautavara. Seðlabanki á að koma í veg fyrir góðir bankar í seljanleikavanda (illiquid but solvent) verði undir í áhlaupi. Seðlabankinn á að lána greiðlega en á háum vöxtum. Seðlabankinn skal miða verðmætamat á eignum bankanna við það verð er gilti fyrir bankakreppuna. Seðlabankinn á að láta það skýrt í ljósi að hann muni koma til bjargar, bjáti eitthvað á.

15 Lán til þrautarvara Um lán til þrautavara gilda einnig tvær aðrar aðgerðareglur Lán til þrautavara hljóta alltaf að undir “discretionary” ákvörðun Seðlabankans komið. Með lánveitingum til þrautavara hlýtur Seðlabankinn að meta þá kerfisbundnu áhættu sem fall eins banka hefur, (ytri áhrif) á stöðu hinna. Mikilvægi LtÞ eru óumdeilt en oft geta önnur markmið í peningamálastjórnun komið í veg fyrir beitingu þess. Um leið og Seðlabankinn dælir lausafé inn í bankakerfið er hann að auka peningamagn í umferð sem getur haft á áhrif á verðbólgu og verðbólguvæntingar.

16 Lán til þrautarvara Í Kreppunni miklu í Bandaríkjunum fór um 1/3 af öllum bönkum landsins á hausinn vegna þess að Seðlabankinn þar vestra fannst gullfóturinn vera mikilvægara markmið en LtÞ. Í litlum opnum hagkerfum þar sem alls herjar kreppa ríkir, gengisfall og gjaldþrot, getur útdeiling lausafjár aukið enn á vandræðin. Í praxis er mikilvægt að skilja á milli LtÞ aðgerða Seðlabankans og peningamálastefnu hans, en skortur á trúverðugleika og gagnsæi í peningamálum getur skapað mikla erfiðleika við LtÞ Almenningur óttast að LtÞ aðgerðir Seðlabankans sé ekkert annað en dulbúinn verðbólguskellur. Calvo (1999) heldur því fram að mörg lönd í S-Ameríku hafi í raun og veru ekki það val að geta lánað til þrautavara ef kerfisbundin lausafjárvandræði skapast.

17 Alþjóðleg lán til þrautarvara
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur í auknum mæli tekið að sér hlutverk LtÞ fyrir nýmarkaðsríki sem lenda í lausafjárvandræðum. Lausafjárskortur felst þá í skortsstöðu á gjaldeyrismarkaði þessara ríkja og snörpu gengisfalli sem síðan dregur niður allt fjármálakerfið. Þetta hlutverk hefur verið mjög umdeilt bæði frá vinstri og hægri. Gagnrýni frá vinstri felst í því að IMF geri neyð þessara þjóða verri og hlutist til með innanlandsmálefni með því að gera harðar markaðsaðgerðir og umbætur að skilyrði fyrir lánum. Gagnrýni frá hægri felst í því að verið sé afhenda óábyrgum þjóðum peninga á silfurfati og verið sé að skapa ranga hvata fyrir fjárfesta með því að leysa þá úr möskva eftir að þeir hafa farið sér að voða í fjárfestingum sínum.

18 Barings versus Mexico Fjögur lögmál Bagehots skýra af hverju Mexíkó var bjargað af alþjóðasamfélaginu 1994 en Barings bankanum var leyft af Englandsbanka að sigla í gjaldþrot árið 1994. Mexíkó var illiquid but solvent þar sem gjaldeyrissjóður landsins var nær uppurin á sama tíma og mjög stórar skuldabréfaútgáfur (Tesobonos) voru á gjalddaga. Óttast var um kerfisbundin áhrif af vandræðum í Mexíkó um alla S-Ameríku (Tequia effect) og jafnvel víðar. Mexíkóska ríkisstjórnin fékk greið lán frá IMF og Bandaríkjunum en á háum vöxtum. Barings bankinn var hins vegar tæknilega séð gjaldþrota (insolvent) og fall hans hafði engin kerfisbundin áhrif á breskt bankakerfi. Englandsbanki leyfði honum því að verða gjaldþrota.

19 Basel I Árið 1974 var stofnaður klúbbur 10 ríkja á vegum BIS (Bank of International Settlements) til að móta reglur um bankarekstur. Klúbburinn hefur ekki löggjafarvald í eiginlegum skilningi en samþykktir hans eru samt sem áður teknar upp nær sjálfkrafa í hinum vestræna heimi. Árið 1988 voru teknar upp nýjar reglur um eiginfjárhlutfall (CAD, Capital Adequacy Ratio) bankastofnana sem enn gilda. Eignir bankanna eru vegnar í áhættugrunni með eftirfarandi hætti. Lausafé 0, millibankalán 0,2, fasteignaveðlán 0,5 en önnur lán 1. Lágmarkseiginfjárbinding er 8% af áhættuvegnum eiginfjárgrunni.

20 Basel I Eiginfé er skipt í þrjá flokka
Tier I. Hlutafé eigenda, lausafé og hagnaður þess árs sem getur gengið á móti tapi. Tier II. Framlag í afskriftasjóði og víkjandi lán Tier III. Víkjandi lán til meira en tveggja ára sem þarf ekki að þjóna ef eiginfjárhlutfall er í hættu og hagnaður af eigin viðskiptum 50% af eiginfé bankanna verður að vera í Tier I. Tier II má ekki vera meira en 100% af Tier I

21 Basel II Árið 1999 lagði Basel nefndin fram umbætur á Basel II
Gengið er lengra með áhættuvogun á eiginfjárhlutfalli og reynt að taka tillit til fleiri áhættuþátta en lánaáhættu, s.s. markaðsáhættu og operational risk, auk þess sem reynt er að gera áhættuvogunina nákvæmari. Hertara eftirlit með eiginfjárreglum og áhættumati bankanna. Nota markaðsaga til þess að tryggja gagnsæi og tryggja heilbrigða viðskiptahætti. Vonir standa til þess að nýju reglurnar geta tekið gildi eftir 1-2 ár.

22 B. Macro-prudential Hér er litið til þjóðhagslegra áhrifa sem vandræði í bankakerfinu hafa. Fókusinn er tvíhliða Annars vegar á kerfisbundna áhættu, hvernig hægt er að hindra bankakreppur eða bregðast við þeim án þess að skaða efnahagslífið. Hins vegar að tryggja að reglugerðir séu eins einfaldar, gagnsæar, skilvirkar og léttbærar eins og hægt er til þess að tryggja hagkvæmni. Um þessa hlið bankareglugerða er fjallað á skilmerkilegan hátt í Mishkin (2003), sjá leslista.

23 Árekstrar á milli markmiða
Athugið að oft getur verið um árekstur að ræða á milli micro og macro prudential markmiða við reglun. Það gerist vegna þess að aðgerðir einnar fjármálastofnunar til þess að minnka sína eigin áhættu samkvæmt gefnum reglum hefur áhrif á stöðu hinna. Ef allir stofnanir bregðast eins við til þess að laga sína eigin stöðu, t.d. laga eiginfjárhlutfallið með því að dumpa áhættuþungum eignum á fjármálamarkaði, getur afleiðingin orðið kerfisbundin vandræði á fjármagnsmarkaði. Þetta á sérstaklega við um Basel Reglunar, einkum þær umbætur sem lagðar hafa verið til.


Download ppt "Reglun á fjármálamarkaði"

Similar presentations


Ads by Google