Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Hvað gera bankarnir? Ásgeir Jónsson.

Similar presentations


Presentation on theme: "Hvað gera bankarnir? Ásgeir Jónsson."— Presentation transcript:

1 Hvað gera bankarnir? Ásgeir Jónsson

2 Starfsemi bankanna Bankarnir hirða þóknun – mismun á innláns- og útlánsvöxtum Maturity transformation - Skammtímainnlánum breytt í langtímalán Size transformation – mörgum smáum lánum breytt í stór lán Risk transformation – áhættusömum útlánum er breytt í áhættulaus innlán Af hverju sinna innlánastofnanir þessu verkefni en ekki einstaklingar eða önnur fyrirtæki? Viðskiptakostnaður (transaction costs) (Benston & Smith 1976) Lausafjártrygging (liquidity insurance) (Diamond and Dybvig 1983) Ósamhverfar upplýsingar (asymmetric information) (sjá t.d. 'information coalitions' Leyland & Pyle 1977 eða 'delegated monitoring' Diamond 1984, 1996)

3 A. Viðskiptakostnaður Viðskiptakostnaður getur talist
Leitarkostnaður (search costs) ... Það þarf að finna rétta lántakendur... Sönnunarkostnaður (verification costs) ... athuga greiðsluhæfi þeirra og fyrirætlanir Pössunarkostnaður (monitoring costs) ... gæta að því peningar fari ekki annað Eftirfylgni (enforcement costs) og síðan ná fjármunum til baka. Til þess að ná niður þessum viðskiptakostnaði.... Stærðarhagkvæmni (Economies of scale) felur í sér að meðalkostnaður lækki eftir því sem fastur kostnaður dreifist á fleiri framleiddar einingar. Breiddarhagræði (Economies of scope) Einhver fastur framleiðsluþáttur getur verið notaður í ólíka framleiðslu. T.d. með því að sjá greiðsluþjónustu fyrir einstaklinga öðlast bankinn einnig yfirlit yfir fjárhagslega stöðu þeirra – útibúanet sem byggt upp í kringum greiðsluþjónustu gagnast einnig til margra annarra hluta.

4 A. Viðskiptakostnaður Formlega er hægt að setja upp viðskiptakostnað með neðangreindum hætti Arður þess sem sparar Rs= R – Ts Kostnaður lántakanda Rb= R + Tb Mismunur Rb - Rs= Ts + Tb Þessi mismunur skapar tækifæri fyrir einhvern millilið sem getur komið viðskiptunum í kring með lægri kostnaði. Segjum að banki komi til skjalanna: Arður þess sem sparar Rs= R – T’s Kostnaður lántakanda Rb= R + T’b Mismunur Rb - Rs= T’s + T’b Tilvist bankans er hagkvæm ef (Ts + Tb) –T’s + T’b >C

5 B. Seljanleikatrygging – öryggi fyrir almenning
Almenningur vill hafa seljanlegar eignir undir höndum til þess að mæta ófyrirséðum áföllum eða hagnaðartækifærum. Þetta er hægt að tryggja með því að hver einstaklingur sé með sína eigin peningaseðla. Lausafé er hins vegar vaxtalaust, þungt í vöfum og í hættu fyrir þjófnaði. Innlánsstofnanir taka því að sér að tryggja lausafjárstöðu einstaklinga með svipuðum hætti og önnur tryggingafélög. Innlánstofnanir byggja einnig upp greiðslukerfi sem leyfir almenningi að nota bankainnistæður sem gjaldmiðil víðsvegar um heiminn sem felur í sér að viðskipti fólks verða aðeins færslur á milli bankareikninga. Fyrir þetta er almenningur tilbúin að leggja peninga inn í bankastofnanirnar á lágum og jafnvel engum vöxtum. Oft talað um 'law of large numbers' – þegar margir leggja saman og fylgnin á milli lausafjárþarfar er ekki fullkomin og fæst tölfræðileg dreifing þar sem einstaklingsbundin (ideosyncratic) áhætta hverfur og aðrir áhættuþættir verða fastir parametrar.

6 B. Seljanleikatrygging – lögmál stórra talna að verki
Því fleiri sem sparifjáreigendurnir eru því minni er breytileikinn í heildarútsreymi fjármagns. Innlagnir og úttektir jafna hvort annað að mestu leyti út þannig að lausafjármassi innlánsreikninga í bankakerfinu helst tiltölulega stöðugur og greiðslur á milli fólks færa aðeins fé á milli reikninga en ekki út úr bankakerfinu. Þetta gengur upp ef gert er ráð fyrir að aðgerðir sparifjáreigendanna séu algerlega óháðar. Gefum okkur einnig að öll innlán séu nákvæmlega eins. Þá er hægt að setja fervikið af hlutfallinu milli úttekta og innlána fram sem þar sem n er fjöldi innlánsreikninga, U er heildarmagn úttekta, I er heildarmagn innlána og u/i er hlutfallið á milli úttekta og innlána af tilteknum reikningi. Augljóst er að þegar n stækkar þá minnkar var[U/I] sem er mælikvarði á breytileikann í heildarútstreymi fjármagns.

7 Diamond & Dybvig 1983– coordination problem
Tvö tímabil – T1 og T2 Tvær tegundir af neytendum – þeir sem vilja spara og þeir eyða á T1 Óvissa – hver neytandi veit ekki fyrirfram hvort hann eyði í sparnað eða neyslu og sú óvissa kemur í veg fyrir að hann noti fjármuni sína til fjárfestinga Óvissan skapar eftirspurn eftir seljanleikatryggingu á T0 – þar sem neytendum vilja geta haft aðgang að fjármunum strax ef þeir þurfa á þeim að halda á tíma T1 en geta samt fengið vexti ef þeir þurfa ekki á þeim að halda fyrr en á tíma T2. Tvö jafnvægi – hagkvæmt jafnvægi þar sem allir una glaðir við sitt og bankaáhlaup þar sem allir sparifjáreigendur hlaupa til og taka allt út á tíma T1. Upplausnarvirði bankans á T1 er lægra en á tíma T2 þar sem bankaeignir eru lítt seljanlegar – þeir neytendur sem eru seinastir að ná út peningunum sínum tapa þeim. Ytri óstöðugleiki getur hrundið kerfinu í bankaáhlaup sem er sk. sólbletta jafnvægi (sun-spot equilibrium) sem hefur ekki rational innan líkansins.

8 B. Seljanleikatrygging – fyrir lánveitendur
Innlánsstofnanir geta því séð um lausafjárþörf almennings með mun minna lausafé heldur en einstaklingar sjálfir hver í sínu lagi. Hægt er því að nýta stærsta hlutann af því lausafé sem fólk leggur inn á bankareikninga til útlána. Lausafjártryggingin gerir það einnig að verkum að almenningur kemst af með minna lausafé en ella þar sem t.d. er hægt að taka yfirdráttarlán ef þörfin kallar. Þannig er geta heimilin varið stærri hluta af eignum sínum á hverjum tíma til fjárfestinga eða neyslu en þurfa ekki að sitja uppi með seðla undir koddanum. Innlánsstofnanirnar sjálfir þurfa hins vegar sjálfir á seljanleikatryggingu að halda því að á hverjum tíma er virði skulda þeirra – þ.e innlána – minna en skammtímavirði útlána (liquidation value). Þegar kemur að endurgreiðslu innlána gildir fyrstur kemur, fyrstur fær. Þannig eru bankar ávallt viðkvæmir fyrir skorti á trúnaðartrausti og áhlaupum (bank panics). Einhverna hluta af seljanleika einstakra innlánsstofnana er hægt að tryggja á millibankamarkaði með lausafjárfærslum milli bankanna sjálfra en þegar á hólminn er komið er það aðeins Seðlabanki sem getur veitt slíka þjónustu.

9 Samhæfingarvandi – nauðsyn á inngripum ríkisins
Samkvæmt Bagehot (1873) og Diamond&Dybvig(1983) er ákveðin markaðsbrestur til staðar vegna ófullkominna upplýsinga og samhæfingarvanda sem oft er tengdur við hjarðhegðun. Seðlabankar eru til staðar að mæta þessum markaðsbresti með því að veita bankakerfinu bakstuðning með því að tryggja lausafjárstöðu þess. Í grunnatriðum er kenningin um lánveitenda til þrautarvara einföld og allir eru sammála um mikilvægi hennar. En í raunveruleikanum er framkvæmdin mun flóknari þar sem nú rekst á við ótal aðra hluti. Lausfjárvandræði er yfirleitt það sem fellir bankastofnanir en vandinn skapast gjarnan samhliða fjármálakrísu, gjaldeyriskreppu eða eignabólur.

10 B. Seljanleikatrygging – fyrir fyrirtækin
Á síðustu árum fyrirtæki – einkum hin stærri – leitað á margvísleg önnur mið en til bankastofnana til þess að fjármagna sig, s.s. með beinum skuldabréfaútgáfum. Hins vegar hljóta fyrirtækin ávallt að þurfa seljanleikatryggingu í formi opinna lánalína (loan commitment) hjá bankastofnunum þegar syrtir í álinn á fjármálamörkuðum. Innlánsstofnanir eru í lykilaðstæðu til þess að veita þessa tryggingu vegna þess að... Þær þurfa hvort sem er að viðhalda stöðugum lausafjármassa til þess að tryggja seljanleika heimilanna og hafa því kostnaðarhagræði í því tryggja seljanleika fyrirtækja. Neikvæði fylgni er milli lausafjárþarfar fyrirtækja og almennings. Þegar órói ríkir á fjármálamörkuðum sækja peningarnir í öryggi og seljanleika – inn peningamarkaðsreikninga eða aðra reikninga bankastofnana. Lausafjármassi innlánsstofna og hlutverk þeirra í greiðslumiðlun er það sem gerir banka sérstaka og gerir þeim kleift að gera ýmsa hluti mun ódýrar en aðrar fjármálastofnanir.

11 C. Almannagæði upplýsinga
Það er staðreynd að mannfólkið segir ekki alltaf satt og heldur sumum hlutum leyndum. Fjármagnsviðskiptum fylgja sérstök upplýsingavandamál sem oft er kennd við ósamhverfar upplýsingar (asymmetric information) Sá sem veitir lánið getur aldrei vitað allt um þann sem þiggur Freistnivandi (Moral Hazard) Lántakandi gæti ákveðið að gera hluti sem minnka líkurnar á því að lánið verði greidd til baka. Hann gæti ýkt gróðavonir og líkur á árangri áður en lánið er veitt. Hann gæti einnig notað lánið til annarra hluta en gefið var upp. Hrakval (adverse selection) þeir sem vilja borga hæstu vextina eru jafnframt þeir sem vilja taka mesta áhættu og eru því ólíklegastir til þess að borga peningana í til baka. Af allt gengur upp hagnast lántakinn og lánveitandinn fær sitt til baka. Ef hlutirnir ganga ekki upp tapar lánveitandinn peningunum sínum. Bankar hafa sérstaka yfirburði í því að leysa þau vandamál sem fylgja ósamhverfum upplýsingum.

12 C.1 – Information Sharing Coalitions
Til þess að leysa vandamál ósamhverfra upplýsinga verður að safna upplýsingum. Það er dýrt og erfitt að fá upp í kostnað með því að selja upplýsingar sem eru almannagæði um leið og þær liggja fyrir. Um leið og einhverjum eru seldar upplýsingar getur sá hinn sami auðveldlega dreift þeim. Þetta er það sem kallast laumufarþegavandamálið (free rider problem). Aukinheldur er erfitt að sannreyna gæði upplýsinga og spurning um hve mikinn hvata upplýsingasafnarar hafa til þess að gefa upp raunverulega arðvænlegar upplýsingar. Þetta skapar hvata til þess að einn aðili safni upplýsingum, haldi þeim sem einkagæðum og græði á þeim sjálfum með því að búa til sitt eigið eignasafn. Hér má einnig benda á að stærðarhagkvæmnin kemur frá báðum hliðum til þess að stofna slíkar 'information sharing coalitions'. Veruleg stærðarhagkvæmni fylgir upplýsingaöflun og því borgar það sig fyrir einn stóran aðila að sjá um málið. Hægt að ná fram áhættudreifni með stóru eignasafni. T.d. Ef allir eru með sama verkefni með væntri ávöxtun R og dreifni σ2 þá mun sameining N verkefna skila sömu ávöxtun en með dreifni σ2/N

13 C.2 – Delegated monitoring
Það má færa fyrir því góð rök að það borgi sig fyrir fjárfesta að láta einhvern aðila – banka – hafa umboð til þess að hafa eftirlit með fjárfestingu þeirra. Eftirlitið felst í þremur þáttum. Meta lánsverkefni (screening) Meta lánshæfi (creditworthiness) Eftirlit með því skilyrðum lánsins sé fylgt. Innlánsstofnanir hafa sérstaka yfirburði í því að sinna þessu eftirliti Þeir sinna greiðsluþjónustu hafa því góða hugmynd um greiðsluflæði hjá viðskiptavinunum. Upplýsingar sem bankarnir fá eru einkaupplýsingar (sjá information coalitions) og eru því bundnar trúnaði. Það eykur vilja lántakenda til þess að veita þær. Stærðarhagkvæmni skiptir máli Lánaviðskipti fyrirtækis við banka skiptir einnig miklu máli fyrir utanaðkomandi fjármögnun þar sem álitið er að eftirlit bankans tryggi að allt sé í lagi. Það eykur enn á hvata fyrirtækja að veita góðar og réttar upplýsingar til bankans.

14 C.2 – Delegated monitoring
Diamond (1996) ber saman þrjá möguleika varðandi eftirlit þegar ósamhverfar upplýsingar eru til staðar. Ekkert eftirlit Beint eftirlit Umboðseftirlit (delegated monitoring) Með A hafa lánveitendur engan möguleika á því að hafa áhrif á lántakenda nema með beiðni um gjaldþrot. Með B sinnir hver sparifjáreigandi sínu eigin eftirlit. Ef það eru m sparifjáreigendur á hverjum lántakanda og kostnaður við eftirlit er K verður heildarkostnaðurinn mK. Með kemur stærðarhagkvæmni til skjalanna. Heildarkostnaður bankans er aðeins K+D þar sem D er sk. delegation cost. Það er nokkuð auðséð að mK > K+D

15 C.3 – A Mechanism for Commitment
Mayer (1990) hefur skýrt tilveru banka sem „farveg til skuldbindingar” (a mechanism for commitment) þar sem þeir mynda náið samband við viðskiptavini sína sem komi í stað flókinna samninga og skilyrða. Í gegnum þetta samband sitt hafa bankarnir gott yfirlit yfir stöðu og starfsemi skuldunauta sinna og geti þannig tekist á við freistnivandamál með íhlutunum og ráðgjaf í stað krafna um gjaldþrot. Skapar skuldbindingu og öryggi fyrir báða aðila – bankinn yfirgefur ekki fyrirtækið í neyð og fyrirtækið reynir ekki að svíkja bankann. Þetta er bankamódelið í Þýskalandi og Japan – líka á Íslandi?


Download ppt "Hvað gera bankarnir? Ásgeir Jónsson."

Similar presentations


Ads by Google